Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan
17 Myndir mánaðarins Þrjú systkin leggja upp í langferð til að endurheimta eigur látinnar systur sinnar en ekkert þeirra veit í raun hvernig hún dó. Var það slys, eða framdi hún sjálfsmorð? Hér er á ferðinni gæðamynd fyrir þá sem kunna að meta sögur úr raunveruleikanum um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Myndin er fyrsta bíómynd Stephens Moyer sem leikstjóra en hann er mun þekkt- ari sem leikari, ekki síst úr sjónvarpsseríunni True Blood þar semhann lék Bill Compton. Handritið er hins vegar eftir Denis O’Hare sem jafnframt leikur bróður hinnar látnu. Er það mál manna að það sé einstaklega vel skrifað, en Denis er, rétt eins og Stephen, mun þekktari sem leikari og lék einmitt á móti honum í True Blood , þ.e. hlutverk Russells Edgington, og var tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir þá túlkun. Í öðrum hlutverkum er síðan hópur þekktra breskra og bandarískra leikara sem þykja öll sem eitt fara á kostum í myndinni. 95 mín VOD Aðalhl.: Denis O’Hare, Melissa Leo, Rhys Ifans, Cynthia Nixon og Anna Paquin Leikstjórn: Stephen Moyer Útgefandi: Sena 12. september Brad Pitt var hress að sjá þegar hann kom til Mexíkóborgar 12. ágúst til að vera viðstadd- ur frumsýningu Tarantino-myndarinnar þrælgóðu, Once Upon a Time in ... Hollywood . Þótt það hafi ekki borið mikið á Ben Affleck að undanförnu hefur hann ekki setið auð- um höndum og unnið að fjölda verkefna. Hér spókar hann sig í New York 22. ágúst. Justin Bieber hefur tekið því frekar rólega í sumar ásamt eiginkonunni Hailey Baldwin en var spottaður á mótorhjólinu sínu í Beverly Hills-hverfinu í Los Angeles 22. ágúst. Enginn veit alla söguna Drama Eftir að Globe-leikhúsið í London brann 1613 flutti William Shakespeare aftur á æsku- slóðirnar í Stratford ásamt eiginkonu sinni þar sem hann lést þremur árum síðar. Það eru ekki til margar áreiðanlegar heimildir um síðustu þrjú árin í lífi enska stórskáldsins Williams Shakespeare sem lést af ókunnum ástæðum 16. apríl árið 1616, aðeins tæplega 52 ára að aldri. Hér reyna þeir Kenneth Branagh og handritshöfundurinn Ben Elton að varpa ljósi á þessi ár eftir þeim heimildum semþó eru til en taka sér að sjálfsögðu skáldaleyfi eftir því sem þurfa þykir. Útkoman þykir ákaflega góð eins og búast mátti við af Kenneth sem sjálfur leikur Shakespeare og hefur fengið í lið með sér aðra enska úrvalsleikara til að túlka meginpersónurnar í lífi hans. 101 mín VOD Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Judi Dench, Ian McKellen og Lydia Wilson Leikstjórn: Kenneth Branagh Útgefandi: Sena 12. september Síðustu ár meistarans Sögulegt HHHH - Telegraph HHHH - FilmThreat HHHH - Screen HHH 1/2 - Entertainm. Weekly HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - The New York Times HHH 1/2 - Rolling Stone Kenneth Branagh bæði leikstýrir mynd- inni og leikur William Shakespeare. The Parting Glass – All is True Anna Paquin leikur systurina burtkvöddu, en dauði hennar er ráðgáta fyrir systkini hennar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=