Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan
18 Myndir mánaðarins August Creek Rómantík 13. september Aðalhlutverk: Courtney Ford, Ryan Caltagirone og Elizabeth Blackmore Leikstjórn: Maura Anderson Útg.: Myndform 90 mín VOD Erica er ung kona sem snýr aftur til heimabæjar síns, August Creek, til að vera viðstödd brúðkaup systur sinnar og aðstoða við undirbúninginn. Með í för er unnusti hennar, Mark, sem veit auðvitað ekki að í August Creek býr fyrrverandi unnusti Ericu, Nate, sem er enn yfir sig ástfanginn af henni. August Creek (sem heitir líka Back in Love ) er eftir leikstjórann Mauru Anderson og er gerð eftir rómantískri ástarsögu Rachel Stuhler. Segja má að hér sé sígilt ástar- þema á ferðinni, ljúft en um leið átakamikið því Erica vill í fyrstu alls ekki viðurkenna að hún sé enn ástfangin af Nate þrátt fyrir að hann elski hana út af lífinu. Smám saman verður Erica þó að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún ber enn tilfinningar til Nates en hvernig á hún að snúa sér í málinu án þess að særa Mark of mikið? Það sem sundrar getur líka sameinað Ryan Caltagirone og Courtney Ford leika þau Nate og Ericu í August Creek . Gerard Butler og Jada Pinkett Smith stilltu sér pent upp fyrir ljósmyndara fyrir utan Regency Village-kvikmyndahúsið í Los Angeles 20. ágúst þegar þriðja myndin umævintýri Mikes Banning, Angel Has Fallen , var frumsýnd. Þau Adam Brody og Andie MacDowell voru fjallhress þar sem þau mættu á frumsýningu myndarinnar Ready or Not í ArcLight-kvik- myndahúsinu í Los Angeles 19. ágúst, en hún þykir ansi skemmtilegur slasher-farsi. Leikkonan Jillian Bell mætti með Tobey Maguire upp á arminn á forsýningu myndarinnar Brittany Runs AMarathon , í Los Angeles 15. ágúst, en hún segir frá konu sem ákveður að losa sig við aukakílóin og taka þátt í New York-maraþoninu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=