Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan

19 Myndir mánaðarins A Polar Year – Billi Blikk Fjölskyldumynd 13. september Aðalhlutv.: Anders Hvidegaard, Asser Boassen og Thomasine Jonathansen Leikstjórn: Samuel Collardey Útg.: Myndform 94 mín VOD Anders er ungur Dani, ókvæntur og barnlaus, sem ákveður að slá til þegar honum býðst kennarastaða í litlum og afskekktum bæ á Grænlandi. Til að byrja með telur hann sig ráða vel við aðstæðurnar en kemst brátt að því að hann er kominn í allt annanmenningarheimsemhann á erfitt með að skilja. APolarYear , semnefnist á frummálinu Uneannéepolaire , er eftir franskakvikmynda- gerðarmanninn Samuel Collardey sem á margar verðlaunamyndir að baki, t.d. myndina L’apprenti frá árinu 2008. Hér segir hann okkur áhrifaríka og góða sögu semsnýst ekki bara umupplifun danska kennarans Anders af vist sinni á Grænlandi heldur einnigumþámenningu sem inúítar áGrænlandi hafa búið sér til í aldalangri og harðri baráttu við að hafa í sig og á í hinni köldu og snjóþungu veröld. Ætli Anders sér að ná einhverjum árangri í starfi sínu þarf hann í raun að gleyma öllu sem hann hefur áður lært og uppgötva lífið á ný frá alveg nýjum sjónarhornum ... Lærðu áður en þú kennir Anders Hvidegaard leikur danskan kennara sem ákveður að leggja land undir fót, prófa eitthvað alveg nýtt og ræður sig sem kennara í afskekktum bæ á Grænlandi. Teiknimyndirnar um kóalabjörninn Billa Blikk og félaga eru byggðar á bókum eftir nýsjá- lenska rithöfundinn Dorothy Wall, en þær komu út á árunum 1933 til 1937 og hafa allar götur síðan notið vinsælda víða um heim. Fyrstu teiknimyndirnar um Billa Blikk voru gerðar upp úr 1990 og leiddu til tölvuteiknaðrar bíó- myndar sem var frumsýnd 2017. Í kjölfarið var gerð ný teiknimyndaröð um Billa og vini og ævintýri þeirra og hafa fyrstu þrír hlutar hennar komið út á sjónvarpsleigunum að undanförnu. Ognúer komiðaðfjórðahlutanum13. september. Barnaefni Ævintýri í Ástralíu 13. september Teiknimyndir með íslensku tali um Billa Blikk og hina eldhressu félaga hans Útgefandi: Myndform 96 mín VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=