Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan

22 Myndir mánaðarins 20. september 92 mín Aðalhl.: Ethan Hawke, Noomi Rapace og Mark Strong Leikstjórn: Robert Budreau Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Þann 23. ágúst árið 1973 réðst sænski glæpamaðurinn Jan-Erik Olsson inn í Kreditbanken við Norrmalmstorg í Stokkhólmi í því skyni að ræna hann en þar semeinum starfsmanninum tókst að hringja neyðarbjöllu var lögreglan fljót að umkringja bankann. Þar með hófst fimmdaga umsátur semátti eftir að fara í sögubækurnar þegar fjórir gíslar Jan-Eriks gengu í lið með honum. Sagan af Kreditbankaráninu er hér sögð á tiltölulega gamansaman hátt þótt fátt hafi verið fyndið við það í raunveruleikanum– nema kannski eftirá. Þvert ámóti þá hélt sænska þjóðin og öll heimspressan niðri í sér andanum af spennu og óttaðist það versta þar sem það var nokkuð ljóst að Jan-Erik myndi ekki takast að sleppa og því gætu viðbrögð hans orðið harkaleg. Um leið varð þessi atburður sá fyrsti sem sýnt var frá beint í sænska sjónvarpinu og vakti því meiri athygli en ella ... Stokkhólms-heilkennið Ethan Hawke í hlutverki bankaræningjans Jan-Eriks og Noomi Rapace leikur einn af fjórum gíslum hans í bankanum. l Sú furðulega staða sem kom upp í ráninu þegar gíslar Jan-Eriks fengu samúð með honum varð fræðimönn- um mikið umhugsunarefni og hefur sambærileg staða síðan verið nefnd Stokkhólms-heilkennið. l Ein af kröfum Jan-Eriks var að lög- reglan leysti vin hans, Clark Olofsson, úr haldi og sendi til hans í bankann. Að því var gengið og var Clark síðar ákærður fyrir þátttöku í ráninu en sýknaður af augljósum ástæðum. l Ath. að nöfnum allra sem við sögu koma hefur verið breytt í myndinni. Punktar .................................................................. HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - FilmStage HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH - Wash. Post HHH - N.Y. Times HHH - R.Ebert.com HHH - Wrap Stockholm – Mía og ég Mía og ég eru tölvuteiknaðir 23 mínútna þættir um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu. Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í margs konar skemmtilegum ævintýrum. Komdu með í ævintýralandið Sentópíu 20. september 69 mín Teiknimyndir um hina 12 ára Míu sem ferðast inn í ævintýralandið Sentópíu Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=