Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan

23 Myndir mánaðarins Plus One – Tappi mús Tölvuteiknuðuþættirnir umTappamús eru8mínútur á lengdog inniheldur hver þáttur sjálfstæða sögu umævintýri hans og þeirra sem hann þekkir. Þessar skemmtilegu teiknimyndir eru byggðar á barnabókum eftir ítalska höf- undinn Andrea Dami með teikningum eftir Marco Campanella en þær hafa verið þýddar á meira en 30 tungumál á undan- förnum árum. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för. Tappi mús 27. september 56 mín Teiknimyndir um Tappa mús, fjölskyldu hans og dagleg ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni 20. september 99 mín Aðalhlutv.: Maya Erskine, Jack Quaid, Ed Begley Jr. og Beck Bennett Leikstj.: J. Chan og A. Rhymer Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Þau Ben og Alice hafa verið bestu vinir allt frá því þau hittust fyrst í mennta- skóla og þar sem þau hafa að mestu verið einhleyp allan tímann hafa þau boðið hvort öðru að koma með í alls konar veislur og mannfögnuði í stað þess að mæta einsömul. Vandamálið er að um leið halda flestir að þau séu par þannig að þauþurfa stöðugt að vera að neita að svo sé. Gengur það upp? Plus One er stórskemmtileg rómantísk kómedía sem hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda og hafa sumir þeirra sagt hana vera nokkurs konar nútímaútgáfu af myndinni When Harry Met Sally frá árinu 1989 þar sem þau Billy Crystal og Meg Ryan fóru með aðalhlutverkin. Svo skemmtilega vill til að sá sem leikur Ben í Plus One , Jack Quaid, er einmitt sonur Meg Ryan og Dennis Quaid og þykja hann og Maya Erskine ná einstaklega vel saman, rétt eins ogþauMeg og Billy gerðu forðum. Bara vinir ... eða hvað? Maya Erskine og Jack Quaid leika þau Alice og Ben sem leggja áherslu á að þau séu„bara vinir“. l Plus One er fyrsta myndin í fullri lengd sem þeir félagar Jeff Chan og Andrew Rhymer leikstýra en þeir skrifuðu einnig handritið saman og þykir það afar hnyttiðog skemmtilegt. l Maya Erskine er kannski ekki mjög vel þekkt á Íslandi en hún hefur gert það mjög gott í Bandaríkjunum á undanförnum árum og hlaut m.a. tilnefningu til Emmy-verðlauna í ár fyrir handrit að sjónvarpsþáttunum Pen15 sem hún leikur jafnframt annað aðalhlutverkið í á móti með- höfundi sínum, Önnu Konkle. Punktar .................................................................. HHHH - Variety HHH 1/2 - Observer HHH 1/2 - R.Ebert HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - Film Threat HHH 1/2 - Hollyw. Reporter

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=