Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan
25 Myndir mánaðarins Light of My Life – Dumplin 27. september 119 mín Aðalhlutverk: Casey Affleck, Anna Pniowsky, Tom Bower og Elisabeth Moss Leikstjórn: Casey Affleck Útg.: Myndform VOD Framtíðarsaga Light of My Life gerist í ekki svo fjarlægri framtíð, tíu árum eftir að einhvers konar plága gerði út af við allar konur og þar með framtíð mannkyns ... eða svo gott sem ... því aðeins ein stúlka er eftir á lífi, hin ellefu ára gamla Rag. Fólk sem kann að meta góðar framtíðar- og vísindaskáldsögur ætti alls ekki að missa af þessari þrælfínu mynd Caseys Affleck sem bæði samdi söguna og hand- ritið, leikstýrir og leikur annað aðalhlutverkið á móti hinni ungu Önnu Pniowsky, en þau þykja bæði leika sín hlutverk á snilldarlegan hátt. Allt frá því að móðir Rag dó hefur hún verið á flótta ásamt föður sínum sem dulbúið hefur hana sem strák enda nokkuð ljóst að voðinn er vís ef það fréttist að hún er eina lifandi stúlkan sem eftir er. Sagan er reyndar flóknari en hér er lýst og er óhætt að lofa væntanlegum áhorfendum að atburðarásin kemur á óvart, bæði á spennandi og ljúfan hátt ... Einn dagur í einu Anna Pniowsky og Casey Affleck leika aðalhlutverkin í myndinni sem Casey skrifaði einnig handritið að og leikstýrir. l Light of My Life er önnur mynd Caseys Affleck sem leikstjóra en sú fyrri, I’m Still Here , var frumsýnd 2011. l Anna Pniowsky, sem leikur „son“ Caseys Affleck, Rag, er fædd og upp- alinn í Manitoba í Kanada og verður 12 ára 4. september nk. Hún hefur verið að leika frá því hún man eftir sér og er talin eitt mesta leikkonuefni sem Kanada á í dag. l Útiatriði myndarinnar voru að mestu tekin upp í hinu fallega Okanagan- héraði í Bresku Kólumbíu í Kanada í febrúar og mars 2017. Punktar .................................................................. HHHH - FilmStage HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - FilmThreat HHH 1/2 - R. Ebert HHH 1/2 - The New York Times HHH 1/2 - R. Stone 27. september 110 mín Aðalhlutverk: Danielle Macdonald, Jennifer Aniston og Odeya Rush Leikstjórn: Anne Fletcher Útg.: Myndform VOD Gamanmynd Willowdean er unglingsstúlka sem býr með móður sinni Rosie, en hún er fyrrverandi fegurðardrottning sem hefur komið upp sinni eigin fegurðar- samkeppni í smábænum í Texas þar semþær búa. Þegar Willowdean (semer kölluð Dumplin af móður sinni) ákveður að taka þátt í keppninni þrátt fyrir að vera í plús-stærð (eða kannski vegna þess) gerast furðulegir hlutir ... Dumplin er fyndin og fjörug gamanmynd með rómantísku ívafi og um leið hár- beitt ádeila sem hittir beint í mark. Þess utan hefur hún verið sögð ein af betri„feel good“-myndumsíðasta árs. ÞóttWillowdean sé í plús-stærð hefur henni alltaf liðið vel í eigin skinni og sér enga ástæðu til annars en að skrá sig í fegurðarsamkeppni móður sinnar um leið og hún hefur aldur til – þvert á hugmyndir margra! Þú ert það sem þú gerir Danielle Macdonald og Jennifer Aniston leika mæðgurnar Willowdean og Rosie, en Jennifer er einnig framleiðandi myndarinnar. l Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Julie Murphy sem kom út í september 2015 og rauk beint á topp metsölulista The New York Times. Þess má geta að Julie kemur fram í smáhlutverki í lok myndarinnar. l Leikstjóri myndarinnar, Anne Fletc- her, sendi síðast frá sér grínsmellinn Hot Pursuit en á líka að baki myndirnar Step Up , 27 Dresses og The Proposal . l Myndin inniheldur marga smelli eftir Dolly Parton ásamt nýjum lögum, þ. á m. lagið Girl in the Movies sem var tilnefnt til Golden Globe-verðlauna. Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - R. Ebert HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - NewYorkMagazine HHH 1/2 - C. Sun-Times HHH 1/2 - IndieWire HHH 1/2 - The Playlist
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=