Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan
26 Myndir mánaðarins Spider-Man: Into the Spider-Verse er stór- skemmtilegt hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man -myndum þar sem aðalsöguhetjan Miles Morales telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann – en hefur auðvitað rangt fyrir sér. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teikni- mynd ársins 2018. Heimildarmynd eftir Peter Jackson þar sem kvikmynda- og hljóðefni úr fyrri heimsstyrjöldinni hefur verið endur- unnið, talsett og litað. Myndin hefur hlotið mörg verðlaun og frábæra dóma gagnrýnenda og er með einkunnina 9,1 á Metacritic og 8,4 á Imdb. Þetta er mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara. Dögg er ung stúlka sem með aðstoð móður sinnar skapar ekki bara söguna um Undragarðinn heldur byggir upp hluta hans heima hjá þeim mæðgum. Þegar Dögg rekst síðan á gamlan og gleymdan skemmtigarð í niðurníðslu reynist ímyndunarafl hennar svo sterkt að garðurinn hreinlega lifnar við! Hin sígilda saga dr. Seuss um ótuktina Trölla sem ákvað að stela jólunum frá íbúum Hver-bæjar kemur í ferskum og mjög fyndnum búningi teiknimyndafyrir- tækisins Illumination sem gerði m.a. Aulinn ég -myndirnar, myndirnar vinsælu um litlu gulu Skósveinana, Syngdu og Leynilífgæludýra . Sexáreru liðinfráþvíaðviðhittumsíðast hinn ljúfa og nautsterka Ralf sem nú lendir í nýjumævintýrum ásamt vinkonu sinni, Vannellópu sykursætu, þegar sérkennileg bilun í leiktækjasalnum þar semþau vinna verður til þess að þau fara í einstaklega viðburðaríkt ferðalag á Internetinu! Fyndin skemmtun fyrir alla. Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksins Hiksta og drekans hans,Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á sitt vald. Það má honum að sjálfsögðu ekki takast! The Best of Enemies gerist árið 1971 og lýsir baráttu Ann Atwater fyrir borgara- legum réttindum svartra í bænum Durham og átökum hennar við Ku Klux Klan-klíkuna sem þá var leidd af C. P. Ellis. Myndin er byggð á bókinni The Best of Enemies: Race and Redemption in the New South eftir Osha Gray Davidson. Upprunasaga ofurhetjunnar Ms. Marvel semsíðarvarnefndCaptainMarveloger ein svalasta og kraftmesta ofurhetja Avengers-gengisins – og um leið ein mikilvægasta persónan í Marvel-ofur- hetjuheiminum.ÞaðerÓskarsverðlauna- leikkonan Brie Larson sem leikur Carol Danvers, öðru nafni Captain Marvel. Alita: Battle Angel er stórskemmtileg ævintýra- og hasarmynd sem gerði það gott í kvikmyndahúsum síðastliðinn vetur enda var ekkert til sparað við gerð hennar, síst af öllu hvað tölvubrellurnar varðar sem eru áberandi tilkomumiklar. FramleiddafJamesCameronog leikstýrt af Robert Rodriguez. Bandaríska leikkonan Julianne Moore leikur hér Gloriu Bell sem býr í Los Angeles og hefur að undanförnu sótt bari og dansstaði í borginni sér til upplyftingar. Kvöld eitt hittir hún hinn fráskilda Arnold (John Turturro) og áður en varir eru þau byrjuð saman. En það er ekki allt sem sýnist. Laura, sem býr í Buenos Aires, snýr aftur til heimabæjar síns á Spáni ásamt dóttur sinni og syni til að vera viðstödd brúð- kaup systur sinnar. Fljótlega kemur í ljós að undir niðri krauma grafin leyndarmál og gamlar syndir og þegar dóttur Lauru er rænt upphefst æsileg atburðarás sem leiðir í ljós að enginn er alveg saklaus. Tvær konur sem hafa sérhæft sig í alls kyns svikum og prettum taka höndum saman um að svindla hressilega á for- ríkum mönnum og fá þá til að gefa sér hluta af auðæfum sínum. Allt gengur upp eins og í sögu þar til tækni- frömuðurinn og milljarðamæringurinn Thomas kemur til sögunnar. Martha er orðin dálítið leið á hlutunum og ákveður að fara á elliheimili til að deyja (að eigin sögn). En undir hrjúfu yfirborðinu býr kraftur og áræðni sem kemur vel í ljós þegar hún fær þá hugdettu að stofna hvatningarsveit ásamt hinum konunum á elliheimilinu og taka þátt í keppni fyrir 18 ára og eldri. Diego Maradona er nýjasta heimildar- mynd breska Óskarsverðlaunahafans Asifs Kapadia en við gerð hennar fékk hann aðgang að einkamyndasafni Mara- dona sem reyndist innihalda um 500 klst. af áður óbirtu efni og fullt listrænt frelsi til að segja sögu hans á sinn hátt og án nokkurra inngripa að hálfu Maradona. Ísbjörninn viðkunnanlegi, Nonni norð- ursins, sem bjargaði málunum í fyrstu myndinni um hann og vini hans snýr hér aftur til að taka við gulllyklinum að New York þar sem hann er hetja og heiðurs- gestur. En skjótt skipast veður í lofti og áður en varir er Nonni kominn á kaf í ný vandamál sem hann verður að leysa. Billy er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sögunnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili. Kvöld eitt þegar hann er á flótta undan strákum semætla að berja hann lendir hann í nokkurs konar hliðarveröld þar sem dularfullur karl gefur honum krafta til að breyta sér í fullorðnu ofurhetjuna Shazam! Hlekkur er forsöguleg vera sem er mitt á milli þess að vera api og maður. Sem stendur býr hann einn og yfirgefinn í skógi en trúir því að ef hann getur fengið landkönnuðinn Lionel Frost til að að- stoða sig muni hann finna ættingja sína í hinum þjóðsögulega dal Sjangrí-La þar sem tíminn er sagður hafa staðið kyrr. Þaðmunasjálfsagtflestireftirgrínskotna tryllinum Happy Death Day sem sagði frá henni Tree sem lenti í þeirri aðstöðu að vakna upp á sama deginum dag eftir dag og þurfti að glíma við morðingja sinn hvað eftir annað. Happy Death Day 2U gerist einum degi síðar og býður upp á enn flóknari áskorun fyrirTree. Summer of 84 er hörkugóð mynd og ráðgáta sem fengið hefur fína dóma og hafa margir sagt að hún höfði til sama áhorfendahóps og hinir vinsælu sjón- varpsþættir Stranger Things . Hér eru unglingar í helstu aðalhlutverkum, sag- an er spennandi frá upphafi og er óhætt að lofa að endirinn kemur á óvart. Gamanmynd Teiknimynd Teiknimynd Teiknimynd Heimildarmynd Teiknimynd Teiknimynd Teiknimynd Ofurhetjur Heimildarmynd Teiknimynd Sannsögulegt Gamanmynd Drama Spennumynd Gamanmynd Ævintýri/vísindask. Tryllir/grín Drama/ráðgáta Shazam! Undragarðurinn Nonni norðursins 2 Að temja drekann sinn 3 Týndur hlekkur Ralf rústar Internetinu Captain Marvel They Shall Not Grow Old Diego Maradona The Grinch The Best of Enemies Poms Happy Death Day 2U Alita: Battle Angel Gloria Bell Everybody Knows The Hustle Summer of 84 Spider-Man: Into the ... Þegar lítill fíll fæðist í fjölleikahúsi telur eigandi þess samstundis að hann sé vanskapaður því hann hefur svo stór eyru. Það á hins vegar eftir að koma í ljós að þessi risastóru eyru gera Dúmbó litla kleift að verða fyrsti fíll í heimi sem getur flogið. Hið sígilda ævintýri um Dúmbó litla kemur hér í nýjum búningi. Þriðja myndin um leigumorðingjann John Wick, sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum til að drepa hann og innheimta verðlaunafé fyrir vikið. Hér sjáum við hvað gerist svo! Hasar/spenna Fjölskyldumynd Dumbo JohnWick: Chapter 3 Parab... Hefurðu séð þessar?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=