Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan

29 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Tegund: Hlutverka- og hasarleikur Kemur út á: PS4 PEGI aldurstakmark: 16+ Útgáfudagur: 6. september Framleiðandi: Capcom Útgefandi: Sena Monster Hunter World: Iceborne Hér er á ferðinni risastór viðbót við metsöluleikinn Monster Hunter World , en hann seldist í meira en 12 milljónum eintaka og er söluhæsti leikur Capcom- fyrirtækisins frá upphafi. Iceborne -viðbótin er jafn stór upphaflega leiknum og bætir í hann nýju umhverfi sem er alsett klaka og snjó, nýjum söguþræði, nýjum kvikindum, fleiri spilunarmöguleikum og mörgu fleiru. Aðdáendur Monster Hunter World þurfa klárlega að renna þessum í gegn og halda fjörinu gangandi. Tegund: Fótboltaleikur Kemur út á: PS4, Xbox One og Switch PEGI aldurstakmark: 3+ Útgáfudagur: 10. september Framleiðandi: EA Sports Útgefandi: Sena eFootball PES 2020 Eftir að hafa legið yfir athugasemdum og hrósi frá spilurum hefur Konami- fyrirtækið algjörlega tekið PES -seríuna í gegn og kemur nú með sinn nýjasta fótboltaleik í formi eFootball PES 2020 . Allar valmyndir leiksins hafa verið teknar í gegn, Master League hefur fengið algjöra yfirhalningu auk þess sem nýir spilunarmöguleikar verða kynntir til sögunnar. Grafíkvél leiksins hefur verið uppfærð töluvert til að gera fótboltanum hærra undir höfði og hefur leikurinn því aldrei litið betur út en nú.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=