Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan
31 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Veldu þinn Vault Hunter Leikmenn geta valið einn af fjórum Vault Hunters, en hver þeirra er með sína sérstöku hæfileika og spilunarstíl. Einnig hefur hver persóna sína eigin leið til að þróast og verða öflugri. Hver Vault Hunter fyrir sig getur valdið svakalegum skaða, en sameinaðir eru þeir nánast óstöðvandi. • Amara er THE SIREN – Með bullandi sjálfstraust veður hún um vígvöllinn og notar Siren-krafta sína til að ganga frá óvinunum. • FL4K er BEASTMASTER – FL4K lifir fyrir það að elta óvininn uppi. Það sama má segja um kvikindin sem fylgja honum. Uppáhalds fórnarlömb eru allir! • Moze er THE GUNNER – Þegar Moze þarf að láta bakka sig upp, þá keyrir hún í vélmennið Iron Bear sem lætur óvinina finna fyrir því. • Zane er OPERATIVE – Sérhæfir sig í alls kyns græjum, en hann er líka mikill snillingur í að henda sér inn í bardagann, valda uppnámi og læða sér svo aftur út. Endalausir möguleikar og skemmtun Í Borderlands 3 hafa leikmenn nær endalaus mismunandi vopn og græjur og hver bardagi er tækifæri til að finna nýtt stöff. Gætirðu til dæmis hugsað þér byssu sem kastar út skildi sem ver leikmenn fyrir byssukúlum? Klárt. Viltu riffil sem ælir út eldi? Auðvitað. Hefur þig dreymt um að eiga byssu sem getur látið vaxa á sig fætur og eltir þannig uppi óvini? Það er í leiknum líka. Í Borderlands 3 eru nýir heimar sem ná mun lengra en svæði Pandóru, en hver heimur hefur sín sérkenni, umhverfi og óvini. Leikmenn verða að fara í gegnum eyðimerkur, stórborgir, skóg- lendi og fleiri mismunandi landsvæði til að ná markmiðunum. Leikurinn inniheldur möguleika á að spila með hverjum sem er í gegnum netið eða bara með félögunum í sófanum heima. Allir fá sitt„loot“, það er alveg pottþétt! Borderlands 3 kemur út 13. september.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=