Myndir mánaðarins, september 2019 - Leigan

8 Myndir mánaðarins Það er ekkert jafn notalegt og að sitja í góðum bíl með heita pítsu í kjöltunni. - Kevin James . Ég á erfitt með að sætta mig við að fólki finnist ofurhetjumyndir góðar myndir. Hér er verið að fagna meðal- mennskunni og setja hana á stall. - Ethan Hawke . Ég skil það alveg að þegar stúdíóin setja hundrað milljónir dollara í kvik- mynd þá vilja þau fyrst og fremst fá peningana sína aftur. Mér finnst bara vont að vinna undir þannig pressu. - Ryan Gosling . Vissir þú að ég byrjaði minn leikferil sem sviðsgrínari? Þeir eru fáir eftir sem sáu mig í því hlutverki. - Al Pacino, í viðtali um ferilinn . Við erum öll fávitar þegar við erum ung. Við höldum að við séum það ekki, en við erum það. - Helen Mirren . Mig langaði að verða nunna þegar ég var lítil. Svo sagði systir mín mér að nunnur fengju ekkert borgað og þar með datt sú löngun uppfyrir. - Eva Mendes . Fyrir hvert hlutverk sem ég tek að mér þá eru a.m.k. tíu önnur sem ég sóttist eftir að leika en einhver annar fékk. Þannig er þetta og þess vegna er ég alltaf hræddur um að verða atvinnu- laus. En ég hef samt verið heppinn. - Ryan Reynolds . Mín erfiðasta og versta lífsreynsla var þegar Tom sagði mér upp. Ég var ólétt og hélt í alvöru að við myndum lifa hamingjusöm upp frá því eins og í ævintýrunum. Ég er af gamla skól- anum og í mínum huga var skilnaður það síðasta sem ég bjóst við. - Bridget Moynahan, um það þegar Tom Brady yfirgaf hana ófríska árið 2007 og byrjaði með Gisele Bundchen . Hún þarf að vera náttúruleg, hlý, gefandi og með góðan húmor. Ef það er eitthvað sem fer í mig varðandi annað fólk, stelpur meðtaldar, þá er það uppgerð og sýndarmennska. - Max Irons, um draumakonuna . Þegar ég var sextán ára fannst mér ég vera orðin fullorðin. Ég var tilbúin til að standa á eigin fótum, eignast mann, barn og eigið heimili, en mamma vildi ekki heyra á það minnst. Núna langar mig bara að fá að vera unglingur í nokkur ár í viðbót. - Milla Jovovich, sem er rúmlega fertug . Ég hef bara kysst þrjá stráka á ævinni fyrir utan þá sem ég hef þurft að kyssa í vinnunni. Þetta er alveg satt. - Blake Lively . Hollywood er þannig að þegar konur eru komnar á ákveðinn aldur fá þær engin hlutverk lengur. Ég er samt enn að berjast og mun berjast fram á grafarbakkann við að fá vinnu. - Ellen Burstyn, sem er orðin 85 ára . Ég hef ekki trú á hamingjusömum endi en ég trúi á hamingjuríkt ferðalag. - George Clooney . Ef þeir stafsetja nafnið mitt rétt þá er mér sama hvað þeir skrifa um mig. - Kate Hudson , um slúðurpressuna . Ég var á uppáhaldsbarnum mínum í bænum Gavella í Króatíu og þessi fallega kona gengur inn. Hjá mér var það bara 'ok, þarna er hún þá'. Ég var samt of feiminn til að nálgast hana á þessari stund en tveimur dögum síðar fann ég mann sem gat grafið upp símanúmerið hennar. - Goran Visnjic, að lýsa því hvernig það var ást við fyrstu sýn hjá honum þegar hann sá tilvonandi eiginkonuna sína, Evu Vrdoljak, í fyrsta sinn . Að lokum mun öll þessi athygli sem fylgir því að vera stjarna að mestu hverfa og maður fær einkalíf sitt til baka í nokkur ár. Ég vona það að minnsta kosti og hlakka eiginlega til. - Matt Damon . Berðu virðingu fyrir sjálfum þér. Ef þú gerir það þá áttu mun auðveldara með að aga þig. Og sjálfsvirðing og agi eru lyklarnir að velgengninni. - Clint Eastwood . Dagurinn þegar þú hættir að læra eitt- hvað nýtt er dagurinn þegar þú byrjar að deyja. - Jack Nicholson . Gullkorn

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=