Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó
16 Myndir mánaðarins Joker Settu upp brosið Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Zazie Beetz, Robert De Niro, Frances Conroy, Brett Cullen, Douglas Hodge, Dante Pereira-Olson, Marc Maron og Shea Whigham Leikstjórn: Todd Phillips Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 122 mín Frumsýnd 4. október l Joker var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún hlaut Gullna ljónið sem besta mynd hátíðarinnar. Hún hefur enn fremur hlotið frábæra dóma margra gagnrýnenda og er þegar þetta er skrifaðmeð 9,5 í einkunn á Imdb frá 14 þúsund notendum. l Hermt er að myndin sé í raun fyrsta myndin í nýjum myndaflokki frá DC-Comics þar sem ætlunin er að gera uppruna hinna ýmsu karaktera sem komið hafa fram í myndasögublöðunum skil. Upprunasaga Arthurs Fleck og hvernig mótlætið sem hann mætti í lífinubreytti honumsmámsaman í stórglæpamanninn síhlæjandi, Joker, sem eins og flestir vita varð síðar að einum helsta andstæðingi Bruce Wayne/Batmans í Gothamborg. Það bíða sjálfsagt margir spenntir eftir að fá að sjá þessa nýjustu og rómuðumynd leikstjórans Todds Phillips semhingað til hefur verið þekktastur fyrir gamanmyndir sínar eins og Road Trip , Old School , Starsky & Hutch , War Dogs og Hangover -myndirnar. Um er að ræða frumsamda sögu þar sem Todd og meðhandritshöfundi hans, Scott Silver ( The Fighter , 8 Mile ), voru gefnar frjálsar hendur í túlkun sinni á Arthur Fleck og þeim atburðum sem gerðu hann að lokum að Jókernum. Myndin, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og hefur m.a. verið kölluð „meistaraverk“ og „mynd ársins“ af gagnrýnendum, er tvímælalaust ein af þeim sem allir sannir kvikmyndaunnendur ættu hiklaust að sjá á stóru tjaldi í bíó. Joaquin Phoenix þykir stórkostlegur í hlutverki Arthurs Fleck sem breytist smátt og smátt í hinn miskunnarlausa glæpamann Joker. Joker Glæpadrama / Tryllir Punktar .................................................... Robert De Niro fer með veigamikið hlutverk í myndinni. Gladiator, Walk the Line og The Master. Veistu svarið? Þeir eru orðnir ansi margir sem spá Joaquin Phoenix tilnefningu til allra helstu leiklistarverðlauna ársins fyrir hlutverk sitt í Joker , þ. á m. til Óskarsverðlauna. En fyrir leik í hvaða þremur myndum hefur hann áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna? HHHHH - Guardian HHHHH - FilmThreat HHHHH - Empire HHHHH - CineVue HHHHH - TimeOut HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Playlist HHHH - Telegraph HHHH - H. Reporter
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=