Myndir mánaðarins, október 2019 - Bíó
20 Myndir mánaðarins Gemini Man Hver bjargar honum frá sjálfum sér? Aðalhlutverk: Will Smith, Mary Elizabeth Winstead, Clive Owen, Benedict Wong, Douglas Hodge, Ralph Brown, Linda Emond og Theodora Miranne Leikstjórn: Ang Lee Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 117 mín Frumsýnd 11. október l Söguhugmyndin að baki Gemini Man var upphaflega skrifuð af David Lemke árið 1997 þegar Tony Scott tók að sér að gera úr henni kvikmynd fyrir Disney. Vandamálið frá upphafi var að gera yngingu aðalpersónunnar trúverðuga með förðun og þótt þeir Curtis Han- son og Joe Carnahan hefðu síðar glímt við verkefnið og þeir Harri- son Ford, Mel Gibson, Clint Eastwood og Sean Connery hafi allir verið nefndir sem kandídatar í aðalhlutverkið frestaðist kvikmynda- gerðin sífellt vegna þessa vandamáls ... eða allt þar til það var orðið ljóst fyrir nokkrum árum að í stað förðunar var tölvutæknin komin á það stig að hún myndi ráða við ynginguna á trúverðugan hátt. Henry Brogan er reyndur leigumorðingi hins opinbera en er búinn að fá sig fullsaddan af starfinu og leitar leiða til að draga sig í hlé. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir mann sem býr yfir jafnmikilli vitneskju og hann um myrkra- verk stjórnarinnar. Dag einn uppgötvar hann að hann er sjálf- ur orðinn bráð leigumorðingja sem virðist vita allt um hann. Þessi nýjasta mynd meistaraleikstjórans Angs Lee lofar afar góðu en í henni fer Will Smith með tvö hlutverk því hann leikur bæði leigumorðingjann Henry Brogan svo og þann sem hefur verið falið að drepa hann, Junior, en sá reynist vera klónn af honum sjálfum og þekkir því hverja hans hreyfingu og taktík. Búið ykkur undir hörkuhasar og snjalla sögu þar sem ekkert er eins og það sýnist! Will Smith leikur á móti sjálfum sér í Gemini Man þar sem hann er yngdur upp með tölvutækni í öðru hlutverkinu rétt eins og gert var í tilfelli Samuels L. Jackson í myndinni Captain Marvel . Gemini Man Vísindaskáldsaga / Hasar Punktar .................................................... Leikstjóri Gemini Man er tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Ang Lee sem á m.a. að baki myndirnar Crouching Tiger, Hidden Dragon , Sense and Sensibility , Brokeback Mountain , The Ice Storm og Life of Pi . Chancer. Veistu svarið? Breski gæðaleikarinn Clive Owen, sem leikur „vonda kallinn“ í GeminiMan, fagnar umþessarmundir 30 ára leiklistarafmæli sínu en segja má að hann hafi fyrst slegið í gegn í vinsælum breskum sjónvarpsþáttum sem hófu göngu sína árið 1990. Hvað hétu þeir? Will Smith í hlutverkum sínum sem leigumorðingjarnir Junior og Henry Brogan. Í baksýn er Mary ElizabethWinstead sem leikur Danny.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=