Myndir mánaðarins, október 2019 - Leigan

15 Myndir mánaðarins Spell – Zombieland – Eva Gamandrama 97 mín VOD 10. október Eftir að unnusta teiknarans Bennys deyr ákveður hann að halda til Íslands þar sem hann vonast til að jafna sig á áfallinu og ná áttum á ný. Það á eftir að mistakast. Spell er þrælgóð mynd eftir Brendan Walter sem gerist að nánast öllu leyti á Íslandi. Málið með Benny er að hann þjáist af geðkvillum sem eiga það til að ræna hann raunveruleika- skyninu. Hann heldur einkennunum niðri með lyfjum og til að byrja með virðist Íslandsferð hans ætla að heppnast með miklum ágætum þegar hann hittir skemmtilega Íslendinga, þ. á m. unga konu sem hann sefur hjá. Vandamálin byrja hins vegar að tikka inn þegar hann klárar lyfin sín og ruglast svo í ríminu í gönguferð í óbyggðum að ómögulegt er að segja til um upp á hverju hann tekur. Sjáið góða stikluna. Raunveruleiki eða ímyndun? Aðalhlutverk: Barak Hardley, Jackie Tohn, Magnús Jónsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Tom Wright og Stacey Moseley Leikstjórn: Brendan Walter Útgefandi: Sena Punktar ............................... l Kraftmikil tónlistin í myndinni er eftir Patrick Martin Stumph, aðalsöngvara hljómsveitar- innar Fall Out Boy. l Sagan í Spell er eftir aðalleikarann, Barak Hardley, sem einnig skrifaði handritið ásamt leikstjóranum Brendan Walter og Jon Lullo. Spennudrama 11. október Aðalhlutverk: Isabelle Huppert, Gaspard Ulliel, Julia Roy og Richard Berry Leikstjórn: Benoît Jacquot Útg.: Myndform 100 mín VOD Bertrand Valade er svindlari sem stal bókahandriti frá deyjandi rithöfundi og gaf það út undir eigin nafni. Bókin sló í gegn og nú er Bertrand undir mikilli pressu að skila af sér annarri bók semhann hefur enga hugmynd um hvernig á að skrifa. Þegar hann hittir hina reyndu Evu breytist allt hans líf. Eva er nýjasta mynd franska leikstjórans og handritshöfundarins Benoîts Jacquot en hún er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins James Hadley Chase sem kom út árið 1945. Þegar Bertrand hittir Evu í fyrsta sinn heillast hann af fegurð hennar og þokka en gerir þau mistök að halda að hann geti vafið henni um fingur sér. Hann kemst ekki að því fyrr en of seint að það er hún semhefur tögl og hagldir í sambandi þeirra og að í gang er farinn hinn sígildi leikur kattarins að músinni ... Krókar á móti brögðum Isabelle Huppert og Gaspard Ulliel í hlutverkum sínum í myndinni. Aðalhlutverk: Martin Freeman, Morena Baccarin, Jake Lacy, Melissa Rauch, Shannon Woodward og Adam Shapiro Leikstjórn: Jason Winer Útgefandi: Sena Bíómyndin Zombie- land sem varð einn óvæntasti smellur árs- ins 2009 verður endur- útgefin á VOD-leigun- um10. október í tilefni af því að framhalds- myndin Zombieland: Double Tap kemur í bíó 25. október. Zombieland gerist einhvern tíma í náinni framtíð þegar skæð plága hefur breytt meiri- hluta fólks í snælduvitlausa ogblóðþyrsta upp- vakninga. Við kynnumst hér hinum unga Col- umbus sem er á leið til Ohio til að gá hvort foreldrar hans séu enn á lífi. Á leiðinni hittir hann hinn fjallhressa Tallahassee og slæst í för með honum, og síðan systurnar Wichitu og Little Rock sem ætla reyndar fyrst að ræna piltana en ganga síðan í lið með þeim. Hers- ingin tekur svo stefnuna á Los Angeles þar sem systurnar halda að eftirlifendur haldi sig og framundan er ævintýri sem er engu líkt ... Endurútgáfa: Zombieland 88 mín VOD 10. okt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=