Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó

17 Myndir mánaðarins Hrúturinn Hreinn: Rollurök Leirbrúðumynd um hrútinn Hrein og félaga hans í sveitinni Leikstjórn: Will Becher og Richard Phelan Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 8. nóvember Hrúturinn Hreinn: Rollurök Fjölskylduskemmtun 86 mín Er gras á öðrum hnöttum? l Í myndinni er að finna ýmsar góðlátlegar tilvísanir í vísindaskáld- sögur um geimverur og eru þar einna mest áberandi líkindi við myndir eins og Contact , Close Encounters of the Third Kind og E.T. the Extra-Terrestrial svo einhverjar séu nefndar af nokkrum. l Eins og flestir vita eru myndirnar um hrútinn Hrein og félaga gerðar af þeim sömu og gerðu t.d. Wallace og Gromit -myndirnar, Early Man og hina bráðskemmtilegu Chicken Run þar sem Mel Gibson talaði fyrir hanann Rocky. Hann, þ.e. haninn Rocky, kemur fram í smáhlutverki í þessari mynd. Reynið að koma auga á hann. Langbestu vinir allra, hrúturinnHreinn og félagar hans í sveit- inni, mæta aftur á hvíta tjaldið 8. nóvember og fá nú óvænta heimsókn utan úr geimnum í formi geimverunnar Lu-La sem þrátt fyrir að hafa ógurlega gaman af að hitta Hrein og alla hans vini þarf að finna leið til að komast heim aftur. Við að leysa það verkefni kemur Hreinn að sjálfsögðu sterkur inn. Þegar geimfar Lu-La brotlendir á jörðinni við uppáhalds pítsuveit- ingahús Hreins óttast sumir að verið sé að gera innrás. En það er nú öðru nær og þegar í ljós kemur að geimveran Lu-La er hin vina- legasta hefst viðburðaríkt kapphlaup Hreins og félaga við að koma henni heim aftur áður en útsendarar stjórnarinnar mæta á svæðið. Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=