Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó
18 Myndir mánaðarins Last Christmas Hvað svo? Aðalhlutverk: Emilia Clarke, Emma Thompson, Henry Golding, Michelle Yeoh, Margaret Clunie, Rebecca Root, Lydia Leonard, Patti LuPone og Rob Delaney Leikstjórn: Paul Feig Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Kringlunni og Borgarbíó Akureyri 102 mín Frumsýnd 8. nóvember l Last Christmas sækir bæði heiti sitt og innblásturinn í samnefnt lag George Michael og eru öll önnur lög myndarinnar eftir hann. l Myndin er í leikstjórn Pauls Feig sem sendi síðast frá sér myndina A Simple Favor en á líka að baki gamansmellina Ghostbusters , Spy , The Heat og Bridesmaids sem sló svo eftirminnilega í gegn árið 2011. l Sagan í myndinni er eftir Emmu Thompson, sem leikur einnig móður Kate, og eiginmann hennar Greg Wise og skrifaði Emma einnig handritið ásamt Bryony Kimmings. Emma er engin nýgræð- ingur í handritsgerð því hún skrifaði m.a. handrit myndanna Bridget Jones’s Baby , Nanny McPhee , Pride & Prejudice og Sense and Sensibility oghlaut einmittÓskarsverðlaunin fyrir það síðastnefnda. Kate er ung kona sem óheppnin hefur svo að segja elt á rönd- um að undanförnu, bæði í einka- og atvinnulífinu. Staurblönk leitar hún á náðir móður sinnar sem vill henni vel en er dálítið yfirgangssöm. Ekki bætir úr skák að Kate er óánægð með starf sitt sem jólaálfur í jólaskreytingaverslun. En þá hittir hún Tom. Last Christmas er rómantísk gamanmynd sem lofar góðu enda stendur að henni toppfólk, bæði leikarar og að baki myndavélunum. Þegar við bætist aðþetta er jólamyndmeð ekta jólastemningu er ekki skrítiðþótt margir spái því að hún eigi eftir að gera það gott í kvikmyndahúsum. Í fyrstu líst Kate reyndar ekkert á Tom því þótt hann sé myndarlegur, fyndinn og skemmtilegur ... eða kannski vegna þess ... þá þykir Kate eitthvað verulega bogið við að hann hafi áhuga á jafnmislukkaðri týpu og sér. Eða getur verið að hún hafi í alvörunni hitt hinn eina sanna? Það er Emilia Clarke sem leikur Kate sem allt hefur gengið á aftur- fótunum hjá undanfarið. Það er samt vonandi að fara að breytast. Last Christmas Rómantísk kómedía Punktar .................................................... Andrew Ridgeley. Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í punktunum eru lögin í myndinni samin af George Michael, þ. á m. titillagið Last Christmas sem kom út fyrir jólin í flutningi dú- ettsins Wham! árið 1984 og á því 35 ára afmæli um þessar mundir. En hvað hét félagi Michaels í Wham!? Henry Golding leikur Tom sem kemur eins og kallaður inn í líf Kate. Emma Thompson leikur móður Kate sem vill allt fyrir hana gera, en Emma skrifaði einnig söguna og handrit myndarinnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=