Myndir mánaðarins, nóvember 2019 - Bíó
20 Myndir mánaðarins Doctor Sleep Sögunni var ekki lokið Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Rebecca Ferguson, Kyliegh Curran, Carl Lumbly, Jacob Tremblay, Zahn McClarnon, Emily Alyn Lind, Bruce Greenwood, Cliff Curtis og Alex Essoe Leikstjórn: Mike Flanagan Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjald- borgarbíó og Króksbíó 151 mín Frumsýnd 8. nóvember l Stephen King hefur sagt að hugmyndin að þessu framhaldi á The Shining hafi fyrst og fremst byggst á því að aðdáendur þeirrar sögu voru stöðugt að spyrja hann hvað hefði orðið um Danny Torrance. Þeirri spurningu hefði hann svo einfaldlega ákveðið að svara. Doctor Sleep er óbeint og sjálfstætt framhald af The Shining en gerist áratugum seinna þegar hinn skyggni Danny Torr- ance, sem var bara smágutti þegar atburðirnir í The Shining gerðust, er orðinn fullorðinn og er enn að glíma við að ná tök- um á skyggnigáfu sinni og afleiðingarnar af því þegar faðir hans brjálaðist og reyndi aðmyrða bæði hann ogmóður hans. Það er Ewan McGregor sem fer hér með hlut- verk Dannys Torrance í leikstjórn Mikes Flana- gan sem sendi síðast frá sér myndina Gerald’s Game , en hún var einnig byggð á sögu eftir Stephen King og var tvímælalaust á meðal bestu spennutrylla ársins 2017. Þess utan á Mike m.a. að baki hina stórfínu trylla Oculus , Before I Wake og Hush og má ætla að honum bregðist ekki bogalistin í þessari mynd frekar en þeim. Væntanlegum áhorfendum er því óhætt að búast við hörkumynd í alla staði. Við förum ekki nánar út í sögu myndarinnar, enda skemmtilegast að láta hana koma sér á óvart ef maður hefur ekki lesið bókina, en verðum að láta þess getið að rétt áður en þetta blað fór í prentun birtust fyrstu dómarnir um myndina og lofa þeir heldur betur góðu. Þannig segir t.d. gagnrýnandi Live Entertainment, Scott Manzel, að Doctor Sleep sé „besta Stephen King-myndin síðan Shawshank Redemption “ og taka allir aðrir í svipaðan streng. Það er því sannarlega til mikils að hlakka! Ewan McGregor í hlutverki sínu sem Danny Torrance sem þarf nú eftir öll þessi ár að endurupplifa atburðina sem hann og móðir hans þurftu að ganga í gegnum þegar hann var lítill strákur, þ.e. fyrir um 40 árum. Doctor Sleep Tryllir Punktar .................................................... Men in Black: International. Veistu svarið? Bresk-sænska leikkonan Rebecca Ferguson leikur stórt hlutverk í Doctor Sleep en hún fagnar um þessar mundir 20 ára leiklistarafmæli sínu og hefur á þeim tíma leikið í mörgum þekktum og vinsælum myndum. En í hvaða bíómynd lék hún síðast? Kyliegh Curran leikur stúlkuna sem Danny ákveður að aðstoða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=