Myndir mánaðarins, nóvember, 2019 - VOD
16 Myndir mánaðarins 8. nóvember 132 mín Aðalhlutv.: Adam Driver, Jonathan Pryce, Stellan Skarsgård og Olga Kurylenko Leikstjórn: Terry Gilliam Útg.: Myndform VOD Ævintýri/grín Aðdáendur leikstjórans Terrys Gilliam hafa fagnað þessari nýjustu mynd hans sem einni þeirri bestu sem hann hefur gert, eins og Brazil , Time Band- its , TwelveMonkeys , Fear and Loathing in Las Vegas og The Fisher King . Eins og alltaf þegar Terry Gilliam er annars vegar kemur atburðarásin í The Man WhoKilledDonQuixote verulega á óvart, en í stuttumáli segir hér frá leikstjóranum Toby Grisoni sem gerði stutta mynd um Don Kíkóta á skólaárum sínum. Mörgum árum síðar hittir hann á ný skósmiðinn Javier sem fór með aðalhlutverkið í mynd hans og hefur síðan sannfærst um að hann sé í raun hinn eini sanni Don Kíkóti ... Hver dagur er nýtt ævintýri Þeir Adam Driver og Jonathan Pryce í hlutverkum sínum sem þeir Toby Grisoni og Javier sem bregða sér í gervi Sancho Panza og hins kostulega Dons Kíkóta. l Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna sækir sagan í henni innblást- urinn í hina frægu sögu Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes og kannski rúmlega það enda eru sum atriði hennar einnig sótt beint í þá sögu. l Það eru liðin heil 30 ár síðan Terry Gilliam fór af stað með framleiðslu þessarar myndar sem átti upphaflega að vera með þeim Robin Williams og John Cleese í aðalhlutverkum. Ýmis- legt varð þó til að tefja gerð hennar og er sú áfallasaga talin gott dæmi um það sem í Hollywood er kallað að lenda í „development hell“. Þá kostu- legu sögu má kynna sér á netinu. Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Voice HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - IGN HHH 1/2 - IndieWire HHH 1/2 - Playlist HHH - Time Out The Man Who Killed Don Quixote – Maggi mörgæs: Brúðkaupið 8. nóvember 25 mín Leirbrúðumynd um Magga mörgæs, fjölskyldu hans og vini Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Leirbrúðumyndirnar um Magga mörgæs, fjölskyldu hans og vini eftir þá Otmar Gutmann og Silvio Mazzola, hafa notið mikilla vinsælda allt frá því þær komu fyrst fram árið 1990. Flestar teiknimyndirnar eru um 6 mínútna langar en sú sem hér kemur út, Brúðkaupið , er 25 mínútur að lengd. Myndirnar umMagga mörgæs henta afar vel fyrir yngstu áhorfendurna sem kunna að meta kostulegar uppákom- urnar og húmorinn sem svífur yfir öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur á ísbreiðunni á Suðurskautinu þar sem hann býr. Í þessari mynd er hin hversdagslega tilvera Magga og fjölskyldu hans rofin þegar þau eru boðin í brúðkaup. Í gang fer undirbúningur sem tekur á sig hinar spaugilegustu myndir enda er að mörgu að hyggja áður en mætt er á slíkan viðburð. En svo kemur dálítið upp á ... Maggi mörgæs: Brúðkaupið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=