Myndir mánaðarins, nóvember, 2019 - VOD
21 Myndir mánaðarins Scary Stories to Tell in the Dark Segðu mér sögu Aðalhlutverk: Zoe Margaret Colletti, Michael Garza, Gabriel Rush, Austin Abrams, Dean Norris, Gil Bellows, Lorraine Toussaint, Kathleen Pollard og Austin Zajur Leikstjórn: André Øvredal Útgefandi: Myndform 108 mín 22. nóvember l Það er sjálfur Guillermo del Toro ( The Shape of Water , Crimson Peak, Pacific Rim ) sem er meðhöfundur handritsins en hann hafði einnig yfirumsjón með framleiðslu myndarinnar og ákvað að fá norska leikstjórann André Øvredal í leikstjórnina, en André á m.a. að baki myndirnar Trolljegeren og The Autopsy of Jane Doe . Árið er 1968 og yfir bænum Mill Valley hvílir skuggi Bellows- fjölskyldunnar sem bjó fyrr á árum í stóru húsi í útjaðri hans. Þar breytti hin unga Sarah kvöl sinni í sögur sem verða að hræðilegum veruleika þegar nokkrir unglingar uppgötva þær. Scary Stories to Tell in the Dark sækir innblást- urinn í samnefnt þriggja binda smásagnasafn rithöfundarins Alvins Schwartz, en það kom út á árunum 1981–1991. Bækurnar, sem voru ætlaðar börnum og unglingum og byggðu að stóru leyti á alls konar þjóðsögum sem Alvin hafði safnað saman um árabil, hafa allt frá útgáfu notið mik- illa vinsælda og selst í hátt í tíu milljón eintökum. Þetta eru létthrollvekjandi draugasögur sem í myndinni eru kryddaðar með góðum tæknibrellum ... Michael Garza og Zoe Margaret Colletti leika tvo af unglingunum sem uppgötva sögurnar og lenda í framhaldinu í miklum hremmingum. Á milli þeirra er fuglahræða sem kemur talsvert við sögu í myndinni. Scary Stories to Tell in the Dark Hrollvekja / Ráðgátur Punktar .................................................... Mexíkó. Veistu svarið? Leikstjórinn, handritshöfundurinn og framleiðand- inn Guillermo del Toro hefur verið á meðal áhrifa- mestu kvikmyndagerðarmanna um árabil og hlaut m.a. tvenn Óskarsverðlaun fyrir sína síðustu mynd, The Shape of Water . En frá hvaða landi er hann? Leikstjórinn André Øvredal og framleiðandinn og handritshöfund- urinn Guillermo del Toro eiga veg og vanda að gerð myndarinnar. VOD HHHH - ScreenCrush HHHH - IGN HHHH - Entert.Weekly HHH 1/2 - R.Ebert.com HHH 1/2 -Wrap HHH 1/2 - S.F. Chronicle HHH 1/2 - Verge HHH 1/2 - Chic. Tribune HHH - ReelViews
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=