Myndir mánaðarins, nóvember, 2019 - VOD

24 Myndir mánaðarins Hvítur, hvítur dagur Tilfinningarík og taugatrekkjandi upplifun Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Arnmundur Ernst Backman, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elías- dóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sverrir Þór Sverrisson og Þór Tulinius Leikstjórn: Hlynur Pálmason Útgefandi: Sena 109 mín 29. nóvember l Hvítur, hvítur dagur var heimsfrumsýnd á Critic’s Week-hluta hinnar virtu Cannes-kvikmyndahátíðar í maí sl. og vann þar önnur aðalverðlaunin, Rising Star-verðlaunin, sem veitt voru Ingvari E. Sigurðssyni fyrir bestu frammistöðu leikara. í sumar bætti myndin svo tveimur rósum í hnappagatið þegar Ingvar hlaut einnig verð- laun fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í Rúmeníu og myndin sjálf fékk aðalverðlaunin í Motovun í Króatíu. l Hvítur, hvítur dagur mun keppa í forkeppni Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna sem veitt verða 7. desember og er myndin einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem verða veitt 29. október. Þess utan verður hún framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokki erlendra mynda ársins 2019. Hvítur, hvítur dagur er önnur mynd leikstjórans og handrits- höfundarins Hlyns Pálmasonar í fullri lengd en sú fyrri, Vetrarbræður ( Vinterbrødre ) , hlaut sérlega góða dóma og sópaði til sín verðlaunum, þ. á m. bæði Bodil- og Robert-kvik- myndaverðlaununum dönsku sem besta mynd ársins 2017. Hvítur, hvítur dagur hefur nú þegar hlotið fjölda viðurkenninga og frábæra dóma síðan hún var heimsfrumsýnd á Cannes kvikmynda- hátíðinni í maí sl., ekki síst Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverkinu, en auk hans fara þau Ída Mekkín Hlynsdóttir og Hilmir Snær Guðnason með veigamestu hlutverkin og þykja eins og Ingvar sýna stórleik. Hér segir frá lögreglustjóranum Ingimundi sem hefur verið í starfs- leyfi frá því að eiginkona hans lést af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, eða allt þar til athygli hans beinist að manni sem hann fer að gruna að hafi átt í ástarsambandi við eiginkonu sína. Fljótlega breytist þessi grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitna einnig á þeim sem standa honum næst. Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum í myndinni. Þess má til gamans geta að sú sem leikur afastelpu Ingvars, Ída Mekkín Hlynsdóttir, er dóttir leikstjórans, Hlyns Pálmasonar . Hvítur, hvítur dagur Drama Punktar .................................................... Hross í oss og Málmhaus. Veistu svarið? Það þarf ekki að kynna Ingvar E. Sigurðsson fyrir neinum enda er hann einn besti leikari sem Íslend- ingar hafa eignast. En fyrir leik í hvaða tveimur mynd- um hlaut hann Edduverðlaunin árið 2014, fyrir aðal- hlutverk í annarri og aukahlutverk í hinni? „... eins og boxbardagi tveggja stórleikara ... og jú, trúið mér þegar ég segi: Ingvar E. hefur grínlaust aldrei verið betri í bíómynd.“ Tengivagninn RÚV - Ásgeir H. Ingólfsson . VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=