Myndir mánaðarins, desember 2019 - Bíó

10 Myndir mánaðarins Paul Walter Hauser leikur Richard Jewell sem bjargaði lífi fjölda fólks á tónleikasvæði Ólympíuleikanna í Atlanta 1996. Dómstóll götunnar Richard Jewel er nýjasta mynd meistara Clints Eastwood og er hún byggð á dagsannri sögu eins og svo margar af síðustu myndum Clints hafa gert. Richard Jewell var öryggisvörður á útisvæði Ólympíuleikanna í borginni Atlanta í Georgíuríki sumarið 1996. Þann 27. júlí var hann að sinna eftirliti í Centennial Ólympíugarðinum þar sem fjöldi fólks var samankominn til að hlusta á tónleika þegar hann rak augun í græna hermannatösku sem einhver hafði skilið eftir við bekk sem var umkringdur fólki. Richard fylltist strax grunsemdum um að taskan innihéldi sprengju, lét yfirmenn sína vita og hóf síðan tafarlaust að rýma svæðið. Grunsemdir Richards reyndust réttar og aðeins tveimur til þremur mínútum síðar sprakk sprengjan með þeim afleiðingum að einn lést og 111 særðust. Þegar varð ljóst að ef Richard hefði ekki ákveðið að rýma svæðið strax og beðið þess í stað eftir fyrirmælum hefði sprengjan orðið fjölda manns að bana enda reyndist hún öflug og var hönnuð til að drepa sem flesta. Í fyrstu var Richard hylltur sem hetja en þegar sá grunur kviknaði að hann gæti sjálfur hafa búið sprengjuna til og komið henni fyrir var hann færður til yfirheyrslu. Það nægði til að virkja „dómstól götunnar“ og með fulltingi nokkurra blaðamanna sem sannfærðust um að Richard væri sá seki var mannorð hans troðið niður í svaðið. En Richard var blásaklaus af verknaðinum eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Richard Jewell verður frumsýnd 17. janúar. Tveir af aðalleikurum Richard Jewell , Paul Walter Hauser og Sam Rockwell ræða hér við Clint Eastwood við tökur á myndinni. March-systurnar Beth, Jo, Meg og Amy eru leiknar af Elizu Scanlen, Saoirse Ronan, Emmu Watson og Florence Pugh. Einstök saga Skáldsagan Little Women eftir rithöfund- inn Louisu May Alcott (1832–1888) kom út í tveimur bindum árin 1866 og 1869 og hefur frá upphafi og allar götur síðan verið talin ein af meistaraverkum bandarískra bókmennta. Sagan er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega March-systurnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisöguleg því Louisa May byggði hana á eigin lífi og systra sinna þriggja. Þótt þær systur væru samrýndar voru þær ólíkar að því leyti að þær horfðu hver með sínumaugumá framtíðina. Þannig voru t.d. þærMegogAmy vissar um að þeim yrði best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum samt) á meðan Jo (sem í raun er Louisa May) vildi skapa sér sjálfstætt líf sem væri óháð því hverjum hún myndi svo giftast – ef hún myndi giftast. Sagan þykir gefa alveg ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, er bæði áhrifarík og ógleymanleg en inniheldur einnig mikla rómantík og húmor. Með hlutverk systranna fara þær Saoirse Ronan, Emma Watson, Florence Pugh og Eliza Scanlen og þau Laura Dern og Bob Oden- kirk leika foreldra þeirra, Margaret og Robert. Meryl Streep leikur svo föðursystur systranna og Timothée Chalamet leikur einn af vonbiðlunum, Theodore „Laurie“ Laurence. Leikstjóri og hand- ritshöfundur er hins vegar Greta Gerwig sem sendi síðast frá sér hina rómuðu Lady Bird , en hún hlaut m.a. fimm tilnefningar til Ósk- arsverðlauna og Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leik í aðal- hlutverki kvenna (Saoirse Ronan) og sem besta mynd ársins 2017. Little Woman verður frumsýnd 24. janúar. Saoirse Ronan og Timothée Chalamet leika hér saman á ný eins og í Lady Bird sem var einnig í leikstjórn Gretu Gerwig. Bíófréttir – Væntanlegt

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=