Myndir mánaðarins, desember 2019 - Bíó

12 Myndir mánaðarins Finn Wolfhard, Brooklynn Prince og Mackenzie Davis leika aðal- hlutverkin í The Turning eftir leikstjórann Floriu Sigismondi. Janúartryllir Við sögðum frá því í síðasta blaði að hrollvekjuunnendur ættu von á góðu í byrjun janúar þegar endurgerðin, eða kannski öllu heldur endurupplifunin af The Grudge verður frumsýnd. En hún er ekki eina hrollvekjan sem boðið verður upp á í byrjun árs 2020 því þann 24. janúar er von á myndinni The Turning eftir leikstjórann Floriu Sigismondi. The Turning sækir efnið í magnaða og víðfræga draugasögu enska rithöfund- arins Henrys James (1843–1916), The Turn of the Screw , sem kom út árið 1898 og var fljót að ávinna sér þá umsögn að vera ein besta draugasaga breskra bókmennta. Sögunni hafa síðan verið gerð skil á ótal vegu bæði beint í leikritum, sjónvarpsmyndum og bíómyndum og óbeint þegar handritshöfundar og leikstjórar hafa notað efniviðinn úr henni í eigin hugmyndir og útfærslur. Eftir því sem okkur skilst er söguþræði upprunalegu bókarinnar fylgt nokkuð vel í The Turning en hún segir frá barnfóstrunni Kate sem er ráðin á herragarðssetur fyrir utan London þar sem hún á að gæta tveggja munaðarlausra systkina. Um leið er henni reyndar velkomið að ganga þeim í móðurstað því frændi þeirra, sem er núverandi forráðamaður og réð Kate í starfið, vill ekkert með þau hafa og vill reyndar helst losna við þau af sínum herðum fyrir fullt og allt. Það þarf varla að nefna að brátt fara undarlegir hlutir að gerast á setrinu sem Kate fer fljótlega að gruna að tengist dauða fyrri barnfóstru krakkanna og elskhuga hennar. En það er eitthvað meira en það í gangi! Úr fyrri hrollvekju janúarmánaðar, The Grudge , þar sem Andrea Riseborough leikur rannsóknarlögreglukonuna Muldoon. Það er Elizabeth Moss sem leikur hina skelfdu Ceciliu sem ætlar seint að fá frið frá kvalara sínum, hinum ósýnilega Griffin. Með henni hér er lögfræðingur hennar sem Harriet Dyer leikur. Febrúartryllir The Invisible Man er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Leighs Whannell sem er reyndar þekktastur sem leikari en á sem leik- stjóri að baki myndirnar Insidious: Chapter 3 og Upgrade . Eins og heiti myndarinnar bendir til sækir hann hér bæði innblásturinn og aðra aðalpers- ónuna í hina frægu samnefndu vísinda- skáldsögu H. G. Wells sem kom út árið 1897 og gerði efnafræðinginn Griffin að einum helsta og hættulegasta glæpa- manni breskra bókmennta og hefur hann allar götur síðan skotið upp kollinum í fjölda annarra sagna, bæði í bókum, bíómyndum, sjónvarpsþáttum og -seríum. Í þessari mynd birtist hann okkur sem hinn ofbeldisfulli vísinda- maður Adrian Griffin sem um langt skeið hefur beitt sambýliskonu sína, Ceciliu Kass, grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Kvöld eitt tekst henni með aðstoð vina sinna að flýja og fara í felur en óttast stöðugt að Griffin muni finna hana eins og hann hefur alltaf gert. Það er því þungu fargi létt af vinum hennar þegar í ljós kemur að Griffin hefur framið sjálfsmorð enda mun hann þá væntanlega ekki áreita Ceciliu á ný. Hún sjálf er ekki svo viss, heldur grunar hana að Griffin hafi með einhverjum hætti sett sjálfsmorðið á svið. Í ljós kemur að það er rétt en þar sem Griffin er orðinn ósýnilegur lendir hún í miklum vandræðum með að fá aðra til að trúa sér. Fyrsta stiklan úr The Invisible Man hefur vakið mikla athygli enda þrælgóð ein og sér. Myndin sjálf verður svo frumsýnd í febrúar. Cecilia lendir í gríðarlegum vandræðum – skiljanlega – með að sannfæra aðra um að Griffin sé enn á lífi en ósýnilegur. Bíófréttir – Væntanlegt

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=