Myndir mánaðarins, desember 2019 - Bíó
16 Myndir mánaðarins Knives Out Hver er morðinginn? Aðalhlutverk: Daniel Craig, Chris Evans, Ana de Armas, Jamie Lee Curtis, Michael Shannon, Don Johnson, Toni Collette, Katherine Langford og Christopher Plummer Leikstjórn: Rian Johnson Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 130 mín Frumsýnd 29. nóvember l Eins og sést hefur Knives Out hlotið frábæra dóma gagnrýnenda og er með 84/100 í meðaleinkunn á Metacritic.com. Eru flestir á því að hér sé um að ræða eina allra skemmtilegustu bíóupplifun ársins. l Leikstjóri Knives Out , Rian Johnson sem skrifaði einnig handritið og er einn af framleiðendunum, á m.a. að baki myndirnar Brick , The Brothers Bloom og Looper auk þess sem hann leikstýrði og skrifaði handritið að síðustu Star Wars -mynd: Episode VIII – The Last Jedi . Í tilefni 85 ára afmælis síns ákveður rithöfundurinn Harlan Thrombey að bjóða börnum sínum í heimsókn ásamt mökum og barnabörnum, en þau hafa ekki hist öll í einu um árabil. Þegar Harlan er svo myrtur daginn eftir afmælisveisluna er lögreglumaðurinn Benoit Blanc fenginn til að rannsaka málið og er fljótur að uppgötva að það er risastór maðkur í mysunni. Hvað er skemmtilegra en að fara í bíó og sjá sérlega góða og vel leikna morðgátu með þekktum toppleikurum í öllum hlutverkum og margslunginni atburðarás sem býður upp á verulega óvænta fléttu og úthugsaða blöndu af spennu og húmor? Svari hver fyrir sig en það er alveg ljóst af umsögnum um Knives Out að hún býður bíógestum upp á allt ofangreint og gott betur enda þykir hún líkleg til að verma eitt af toppsætunum á aðsóknarlistum ársins. 85 ára afmælisveisla hins auðuga rithöfundar, Harlans Thrombey, er sannkölluð gleðistund en gamanið á heldur betur eftir að kárna morguninn eftir þegar hann finnst látinn í svefnherbergi sínu. Knives Out Morðgáta / Grásvört kómedía Punktar .................................................... Kúbu. Veistu svarið? Stjarna leikkonunnar Önu de Armas hefur risið hátt á undanförnum árum í kjölfar mynda eins og Knock, Knock , War Dogs , Blade Runner 2049 og Yesterday og er nú svo komið að hún getur nánast valið úr hlutverkum. En frá hvaða landi er hún? Það má alveg bóka að rannsóknarlögreglumaðurinn Benoit Blanc (Daniel Craig), sem hér er ásamt aðstoðarmönnum sínum Elliott og Trooper (LaKeith Stanfield og Noah Segan), muni leysa morðgátuna. Chris Evans og Ana de Armas ræða hér við leikstjóra og handrits- höfund Knives Out , Rian Johnson, fyrir tökur á einu atriðinu. - Telegraph - Playlist 1/2 - IndieWire 1/2 - H. Reporter 1/2 - Vanity Fair - E.W. 1/2 - R.Ebert - Slate - The Guardian - Variety - Total Film - The Verge
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=