Myndir mánaðarins, desember 2019 - Bíó

22 Myndir mánaðarins Star Wars: The Rise of Skywalker Sögunni lýkur Aðalhlutverk: Daisy Ridley, John Boyega, Oscar Isaac, Andy Serkis, Lupita Nyong’o, Mark Hamill, Adam Driver, Domhnall Gleeson, Kelly Marie Tran, Billie Lourd, Naomi Ackie o.fl. Leikstjórn: J.J. Abrams Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Smárabíó, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 155 mín Frumsýnd 19. desember l Þótt Carrie Fisher hafi látist í desember 2016 leikur hún enn á ný Leiu í The Rise of Skywalker . Um er að ræða ónotuð atriði úr The Force Awakens og segir J.J. Abrams að handritshöfundar myndarinnar og klipparar hafi fundið afar snjalla leið til að láta þau falla að sögunni. l Billy DeeWilliams snýr aftur í þessari mynd sem Lando Calrissian, 36 árum eftir að hann lék hann síðast í Return of the Jedi árið 1983. Hinn illi keisari Palpatine snýr einnig aftur í túlkun Ians McDiarmid en hann sáum við síðast í Revenge of the Sith árið 2005. l Billie Lourd sem leikur Connix á ný í The Rise of Skywalker er eins og flestir vita dóttir Carrie Fisher og er í myndinni á nákvæmlega sama aldri og móðir hennar var þegar hún lék Leiu í A New Hope, 23 ára . Níunda og síðasta myndin í Star Wars -seríunni sem hleypt var af stokkunum árið 1977, eða fyrir 42 árum, verður frumsýnd 19. desember en hún gerist um ári eftir atburðina í síðustu mynd, The Last Jedi . Er komið að endalokum andspyrnunnar eða munu þau Rey, Finn og Poe finna leið sem snýr taflinu við? Eins og venja hefur verið að undanförnu með framhaldsmyndir þá hefur lítið fleira verið gefið upp um söguþráð The Rise of Skywalker annað en það sem kemur fram hér fyrir ofan og svo það sem ráða má af stiklunum. Því síður er vitað hver verður endirinn á þessu mikla og langlífa ævintýri, en það má ætla að ýmislegt varðandi hann muni koma áhorfendum á óvart. Allir leikarar og aðstand- endur myndarinnar eru bundnir þagnareiði og um leið eru þeir kvikmyndaunnendur sem sjá myndina með fyrra fallinu beðnir um að segja ekki öðrum sem eiga eftir að sjá hana frá sögulokunum. Sem fyrr mun mest mæða á þeim Finn, Rey og Poe í þeirri lokaorr- ustu sem framundan er og þeir Chewbacca og C-3PO sem sjást þarna í bakgrunni munu að sjálfsögðu ekki liggja á sínu liði. Star Wars: The Rise of Skywalker Ævintýri Punktar .................................................... Anthony Daniels, sem leikur C-3PO. Veistu svarið? Nú þegar Star Wars -ævintýrinu lýkur með þessari níundu mynd seríunnar stendur m.a. eftir að af öllum þeim aragrúa leikara sem leikið hafa í myndunum er aðeins einn sem leikið hefur í þeim öllum. Hvaða leikari er það?

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=