Myndir mánaðarins, desember 2019 - Bíó

24 Myndir mánaðarins Cats Trúðu þínum eigin augum Aðalhlutverk: Francesca Hayward, James Corden, Taylor Swift, Judi Dench, Rebel Wilson, Jennifer Hudson, Ian McKellen, Idris Elba, Ray Winstone o.m.fl. Leikstjórn: Tom Hooper Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 26. desember l Eins og flestir vita er tónlistin í Cats eftir Andrew Lloyd Webber sem samdi hana á árunum 1977 til 1980 við ljóðabálkinn Old Poss- um’s Book of Practical Cats eftir T. S. Eliot og þeir eru áreiðanlega fáir sem þekkja ekki einn aðalsmellinn úr söngleiknum, lagið Memory sem Grizabella syngur, en hún er hér leikin af Jennifer Hudson. Þess ber að geta að Andrew samdi nokkur aukalög sérstaklega fyrir myndina og verður gaman að heyra hvernig þau hljóma. l Eftir að Andrew Lloyd Webber hafði lokið við að semja tónlistina fékk hann í lið með sér framleiðandann Cameron Mackintosh sem ákvað að fá leikstjórann Trevor Nunn og danshöfundinn Gillian Lynne til að sviðsetja söngleikinn og var hann fluttur í fyrsta sinn í West End í London árið 1981. Allar götur síðan hefur Cats farið sigurför um heiminn í óteljandi uppfærslum virtustu leikhúsa. Hinn heimsfrægi söngleikur Cats verður frumsýndur í kvik- myndahúsum á annan dag jóla. Þetta er gamansamt, litríkt og heillandi dansævintýri við frábæra tónlist Andrews Lloyd Webber og um leið fjölskylduskemmtun í algerum sérflokki. Það er alveg óhætt að mæla með þessari gæðamynd sem er gerð af Óskarsverðlaunahafanum Tom Hooper, þeim sama og gerði kvikmyndaútfærslu söngleiksins Vesalingarnir ( Les Misérables ) árið 2012 og á þess utan að baki klassamyndir eins og The Damned United , The King’s Speech og The Danish Girl . Sagan segir frá komm- únu kattartegundar sem nefnist „Jellicles“ og gerist að mestu kvöldið sem kommúnan, undir stjórn leiðtogans Deuteronomy, velur hvaða köttur í hópnum verður sendur til „himna“ svo hann geti fæðst aftur og hafið lífið sem hann langaði alltaf til að lifa ... Cats er mikil veisla fyrir augu og eyru og í aðalhlutverkum er hópur toppleikara og toppdansara sem fara allir á kostum. Hér fara fremst þau Francesca Hayward og James Corden í einu atriði myndarinnar. Cats Söngleikur / Gaman / Fjölskyldumynd Punktar .................................................... The Phantom of the Opera. Veistu svarið? Cats er fjórða vinsælasta sýning sem sett hefur verið upp á Broadway frá upphafi, rétt á eftir The Lion King og Chicago . Í toppsætinu er hins vegar annar söngleikur eftir Andrew Lloyd Webber. Hvaða söngleikur er það? Francesca Hayward fer með eitt stærsta hlutverkið í Cats , hina lítt reyndu og saklausu Victoriu, en Francesca hefur um árabil verið einn af aðaldönsurunum við Konunglega ballettinn í London. Taylor Swift leikur Bombalurinu í Cats og er þetta um leið stærsta hlutverkið sem hún hefur tekið að sér í bíómynd. Aldurstakmark og lengd óstaðfest fyrir prentun

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=