Myndir mánaðarins, desember 2019 - Bíó

26 Myndir mánaðarins Spæjarar í dulargervi Íslensk talsetning: Árni Beinteinn Árnason, Orri Huginn Ágústsson, Þórunn Erna Clausen, Oddur Júlíusson, Hildur Magnúsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Breki Elís Sunnevuson Þýðing: Stefán Már Magnússon Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Egilshöll og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 26. desember Teiknimynd / Fjölskylduskemmtun 102 mín Njósnarinn sem breyttist í dúfu l Myndin verður sýnd með íslenskri og enskri talsetningu og í þeirri síðarnefndu eru það þau Will Smith, Tom Holland, Karen Gillan, Ben Mendelsohn, Rashida Jones, Reba McEntire, Masi Oka og Rachel Brosnahan sem ljá helstu persónunum raddir sínar. Lans Sterling er heimsins færasti njósnari og sérsveitarmaður og ef ekki væri fyrir hann þá væri einhver glæpamaðurinn fyrir löngu búinn að útrýma mannkyninu. Það má því segja að stórhætta skapist þegar nánasti samstarfsmaður Lans, ungur tækninörd að nafni Valtýr, breytir honum óvart í dúfu. Spæjarar í dulargervi ( Spies in Disguise ) er nýjasta mynd Blue Sky- teiknimyndafyrirtækisins sem á m.a. að baki hinar bráðskemmti- legu Ísaldar -myndir, Río -myndirnar, Horton Hears a Who! og nú síðast hina afar vinsælu og ljúfu mynd um góða nautið Ferdinand. Eftir að Valtýr breytir Lans í dúfu (sem var reyndar dálítið Lans sjálfum að kenna) verða góð ráð dýr því stórglæpamaðurinn illi og voldugi, Kiljan, er um það bil að fara að láta til skarar skríða gegn mannkyninu. Ljóst er að til að stöðva hann dugar ekki dúfa sem er ekki einu sinni búin að læra að fljúga – nema eitthvaðmeira komi til! Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=