Myndir mánaðarins, desember 2019 - Bíó
6 Myndir mánaðarins Eins og búist var við hefur framhaldsmyndin Frozen II slegið í gegn í eins og fyrri myndin og á sennilega eins og hún eftir að ganga lengi í kvikmyndahúsum. Birds of Prey-gengið er ekki árennilegt en það samanstendur auk Harley Quinn af Renee Montoya (Rosie Perez), Helenu „Huntress“ Bertinelli (Mary Elizabeth Winstead), Dinuh„Black Canary“ Lance (Jurnee Smollett-Bell). Með á myndinni er svo stúlkan sem allt snýst um, Cassandra Cain (Ella Jay). Þú veist hver hún er Birds of Prey (And the Fantabulous Eman- cipation of One Harley Quinn) er áttunda myndin í hinum sameinaða ofurhetju- heimi DC-Comics og um leið telst hún sjálfstætt framhald Suicide Squad sem var frumsýnd 2016. Myndin, sem Cathy Yan leikstýrir, verður frumsýnd 7. febrúar. Sambandi þeirra Harley Quinn og Joker er nú lokið og þótt Harley sé dálítið fúl út af því og reið við sinn fyrrverandi sér hún auðvitað björtu hliðina líka, sem er sú að nú er hún frjáls eins og fuglinn á ný og getur gert það sem henni sýnist. Og það gerir hún þegar hún gengur í lið með þeim Renee Montoya, Helenu „Huntress“ Bertinelli og Dinuh „Black Canary“ Lance og myndar Birds of Prey-gengið sem lætur það verða sitt fyrsta verkefni að frelsa unga stúlku, Cassöndru Cain, úr klóm eins af grimmustu glæpakóngum Gotham-borgar, hins meinilla Romans Sionis, öðru nafni Black Mask, sem leikinn er af Ewan McGregor. Fyrsta stikla myndarinnar hefur vakið mikla athygli enda afar góð og er sá orðrómur sterkur að myndin sé í raun fyrsta myndin í trí- lógíu um Harley Quinn og Birds of Prey-gengið. Það hefur þó ekki verið staðfest af þar til bærum aðilum sem vilja sjálfsagt bíða og sjá hvernig þessari mynd reiðir af áður en framhald verður ákveðið. Sjáumst í bíó! Þegar þetta blað kemur út í lok nóvember eru ekki bara margar góðar myndir úr nóvemberdagskránni í sýningu hjá kvikmynda- húsunum heldur á enn eftir að frumsýna þrjár af þeim myndum sem kynntar voru í síðasta blaði. Þetta eru danska gamandramað Den tid på året , fléttumyndin The Good Liar og myndin Count- down sem eru allar á dagskrá 29. nóvember. Auk þeirra bættist svo við myndin Knives Out sem var ekki í síðasta blaði og er því kynnt nánar hér aftar í þessu. Annars viljum við endilega hvetja alla til að skella sér einnig á aðrar óséðar myndir úr nóvemberdagskránni áður en það verður of seint, myndir eins og t.d. 21 Bridges , Midway , Ford v Ferrari , Doctor Sleep , Last Christmas , Motherless Brooklyn eða Terminator: Dark Fate , allt eftir smekk, nú eða teiknimyndina Frozen II , leirbrúðumyndina Hrúturinn Hreinn: Rollurök eða ... síðast en ekki síst ... meistaraverkið Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson sem allir Íslendingar, nær og fjær, ættu að sjá. Margot Robbie leikur hér á ný hina óbeisluðu Harley Quinn sem er alveg óhrædd við að taka til sinna ráða þegar á þarf að halda. Þess má geta að Margot er líka einn af framleiðendum mynd- arinnar og átti söguhugmyndina sem handritið er skrifað eftir. Bíófréttir – Væntanlegt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=