Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD
17 Myndir mánaðarins Agnes Joy Maður er manns gaman Aðalhlutverk: Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Donna Cruz, Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson Leikstjórn: Silja Hauksdóttir Útgefandi: Sena 95 mín 12. desember „ Agnes Joy er einstaklega vel leikin kvikmynd og er samleikur helstu leikara svo hárfínn að vandaður efniviðurinn fær hreinlega vængi ... Satt best að segja er ekki að finna snöggan blett á kvikmyndinni Agnes Joy . “ - Heiða Jóhannsdóttir, RÚV . „Handrit myndarinnar er feikilega gott ... Samtölin eru lipur og snjöll og framvindanheldurmanni vel við efnið ... Persónusköpunin er frábær ... Leikur og leikstjórn er ekki síðri og greinilegt að Silja er afskaplega fær í að vinna með leikurum því allir leikararnir eru frábærir, líka þeir sem eru í litlum hlutverkum ... Aukapersónurnar eru hver annarri skemmtilegri. “ - Brynja Hjálmsdóttir, Mbl . Bíómyndin Agnes Joy er einstaklega vel gerð og grátbrosleg mæðgnasaga eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur. Þetta er áleitin saga úr samtímanum og um leið þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Hér segir frá Rannveigu semhefur að undanförnu upplifað kulnun í bæði starfi og einkalífinu. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið með eiginmanninum Einari sé á leið í hundana og að hún sé föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún einnig í stöðugum útistöðum við dóttur sína Agnesi, sem er uppreisnargjörn og krefst þess að fara sínar eigin leiðir þrátt fyrir boð, bönn og sígildar móðurlegar ráðleggingar sem fara inn um annað og út um hitt. Þegar nýr nágranni, leikarinn Hreinn, birtist á tröppunum til að fá lánað fjöltengi er eins og vonbrigði og gremja hversdagsins hverfi um stund hjá mæðgunum. Það leiðir til þess að fjölskyldan neyðist til að endurmeta hlutina og horfast í augu við glænýjar áskoranir. „Katla Margrét vinnur hér leiksigur, hún gengur algjörlega inn í marglaga persónu Rannveigar sem er allt í senn viðkvæm, kímin og þvermóðskuleg. “ - Brynja Hjálmsdóttir, Mbl . Agnes Joy Gamandrama Umsagnir gagnrýnenda: Brazil. Veistu svarið? Frábær tónlistin í Agnes Joy er eftir Jófríði Ákadóttur sem mörgum er kunnug úr hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris, en einnig fyrir sólóferil undir lista- mannsheitinu JFDR. Hvað heitir fyrsta plata JFDR? „Donna Cruz, sem leikur Agnesi, ryður sér til rúms með glæsi- brag í sínu fyrsta stóra hlutverki.“ - Brynja Hjálmsdóttir, Mbl . Fjórir af aðalleikurum myndarinnar í hlutverkum sínum, þ.e. Donna Cruz, Björn Hlynur Haraldsson, Þorsteinn Bachmann og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en Kristinn Óli Haraldsson, best þekktur sem tónlistarmaðurinn Króli, leikur einnig stórt hlutverk í myndinni. VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=