Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD
20 Myndir mánaðarins 100 mín Aðalhlutverk: Sophie Thatcher, Jay Duplass og Pedro Pascal Leikstjórn: C. Caldwell og Z. Earl Útg.: Myndform VOD Vísindavestri Cee er á táningsaldri og er ásamt föður sínum á leiðinni til græna tunglsins Bakhromaþar semþauætla að leita að fágætumoggríðarlega verðmætum eðalsteinum sem leynast í jarðvegi skóglendis. En þetta er hættuspil því fyrir utan baneitrað andrúmsloftið á Bakhroma þurfa þau að takast á við vægðarlausa samkeppni græðgisdrifinna manna sem eru til alls vísir. Prospect hefur verið lýst sem raunsannri vísindaskáldsögu eða jafnvel sem „vís- indavestra“ þar sem sagan og baráttan hefur minnt marga gagnrýnendur á John Huston-vestra. Hér takast á hið góða og hið illa við óvenjulegar aðstæður fram- tíðarinnar þar sem lög og regla er víðsfjarri og hnefarétturinn er það eina sem menn virða. En hvernig á táningsstúlka eins og Cee að komast af í slíku umhverfi? Engum að treysta Í fjarlægri framtíð ferðast mannfólkið til annarra plánetna og tungla í leit að verðmætummálmum og auðlindum. l Prospect er fyrsta bíómynd leik- stjóranna og handritshöfundanna Christophers Caldwell og Zekes Earl en þeir skrifuðu einnig handritið sem er byggt á samnefndri verðlauna- stuttmynd þeirra frá árinu 2014. l Útiatriði myndarinnar, þ.e. þau sem gerast á græna tunglinu Bakhroma, voru tekin upp í Olympic-þjóðgarð- inum í Vestur-Washington. l Myndin hefur fengið mjög góða dóma, ekki síst þeirra sem kunna að meta vísindaskáldsögur. Sjá t.d. um- mæli notenda á Imdb.com. Punktar .................................................................. Prospect – Mæja býfluga: Hunangsleikarnir 13. desember 1/2 - AustinChronicle 1/2 - S.F. Chronicle 1/2 - Verge 1/2 - Los Angeles Times - Hollyw. Reporter - Variety Hér er á ferðinni 85 mínútna mynd um Mæju býflugu og félaga sem sækir innblásturinn í Hungurleika -myndirnar. Mæja býfluga er hvers manns hugljúfi eins og allir vita, kurteis og tillitssöm og vill ekkert frekar en að öllum líði vel. En þegar á þarf að halda getur Mæja líka verið staðföst og ákveðin og á þann eiginleika reynir í þessari mynd þegar hún móðgar óvart keis- araynjuna í Suðlandi sem setur henni þá afarkosti að keppa í Hungurleikunum svo- kölluðu eða sæta annars enn verri refsingu ... Látum leikana hefjast! 13. desember 85 mín Teiknimynd um Mæju býflugu og félaga hennar sem nú taka þátt í Hunangsleikunum Útgef.: Myndform VOD Barnaefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=