Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD

23 Myndir mánaðarins Mía og ég eru tölvuteiknaðir 23 mínútna þættir um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu. Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í margs konar skemmtilegum ævintýrum. Komdu með í ævintýralandið Sentópíu 20. desember 69 mín Teiknimyndir um hina 12 ára Míu sem ferðast inn í ævintýralandið Sentópíu Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Battle of the Sexes 20. desember 121 mín Aðalhl.: Steve Carell, Emma Stone og Andrea Riseborough Leikstj.: Jonathan Dayton Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Þann 20. september 1973 mættust þau Bobby Riggs og Billie Jean King í tenniseinvígi í Texas eftir að Bobby hafði haldið því fram að engin kona gæti sigrað hann í tennis. Í þessari afar vel leiknu og skemmtilegu mynd er farið yfir aðdraganda þessa einvígis og að sjálfsögðu einvígið sjálft. Ef þú vilt sjá skemmtilega mynd, frábæran leik og sögu sem markaði tímamót þá skaltu ekki láta Battle of the Sexes fram hjá þér fara. Bobby Riggs var fyrrverandi tennismeistari semhélt því framað þótt hann væri orðinn 55 ára þá væri hann enn það góður í tennis að engin kona gæti sigrað hann. Í framhaldinu ákvað hann að skora á eina bestu tenniskonu heims í einvígi og úr varð stórkostlegur viðburður ... Battle of the Sexes Sagan af einu frægasta tenniseinvígi allra tíma Emma Stone og Steve Carell í hlutverkum þeirra Billie Jean King og Bobbys Riggs, en einvígi þeirra naut gríðarlegrar athygli og var sjónvarpað beint til milljóna áhorfenda. Punktar .....................................  - San Franc. Chronicle  1/2 - Hollywood Reporter  1/2 - Chicago Sun-Times  - Empire  - E.W.  - Total Film  - Screen  - Time  - Variety l Battle of the Sexes hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og var tilnefnd til tvennra Golden Globe- verðlauna, þ.e. fyrir leik Emmu Stone og Steves Carell í aðalhlutverkumenda fara þau bæði á miklum kostum í myndinni. l Skoðið endilega frekari upplýsingar um þetta einstaka og sögulega einvígi Bobbys Riggs og Billie Jean King, tildrög þess og eftirmál, sem finna má á netinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=