Myndir mánaðarins, desember 2019 - VOD
24 Myndir mánaðarins 92 mín Aðalhlutverk: Jim Cummings, Kendal Farr, Macon Blair og Nican Robinson Leikstjórn: Jim Cummings Útg.: Myndform VOD Gamandrama Lögreglumaðurinn Jim Arnaud er að ganga í gegnum erfiða tíma. Það er ekki nóg með að kær móðir hans sé nýdáin og að hann hafi gert sig að athlægi í útför hennar heldur hefur hann nýlega komist að framhjáhaldi eiginkonu sinnar sem nú er flutt til viðhaldsins og krefst þess að fá fullt forræði yfir dóttur þeirra, Crystal – auk þess sem hún hótar að flytja á fjar- lægar slóðir þannig að Jim geti ekki hitt hana. En það allra versta er eftir. Fólk sem kann að meta óháða kvikmyndagerð ætti alls ekki að missa af þessari stórgóðu mynd Jims Cummings sem er hér allt í öllu, skrifaði handritið, leikstýrði, framleiddi og leikur aðalhlutverkið. Þetta er mynd og saga sem kemur á óvart. Með mótlætið í fangið – Og meira á leiðinni Í myndinni er gríni og alvöru blandað saman á skemmtilegan hátt. Hér eru þeir Jim Cummings og Nican Robinson að skoða töku á einu atriði Thunder Road . l Thunder Road, sem er byggð á samnefndri stuttmynd frá árinu 2016, hefur unnið til fjölda verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum og var tilnefnd til Spirit-verðlaunanna sem besta óháða mynd ársins 2018. l Myndin var tekin upp í réttri tímaröð á 45 dögum og segir sagan að hún hafi aðeins kostað um 200 þúsund dollara þar sem flestir sem að gerð hennar komu gáfu vinnu sína. l Thunder Road sækir heiti sitt í sam- nefnt lag Bruce Springsteen sem hef- ur táknræna merkingu í sögunni. Punktar .................................................................. Thunder Road – Charlie Says 27. desember - Playlist 1/2 - Los Angeles Times 1/2 - IndieWire 1/2 - Rolling Stone 1/2 - Variety - Hollyw. Reporter - Empire - CineVue 1/2 - R.Ebert 1/2 - OnFilm 92 mín Aðalhlutverk: Hannah Murray, Matt Smith, Sosie Bacon og Merritt Wever Leikstjórn: Mary Harron Útg.: Myndform VOD Sannsögulegt Sönn saga Leslie „Lulu“ Van Houten sem 19 ára að aldri gekk Charles Man- son á hönd ásamt fleirum og átti eftir að taka þátt í glæpaverkunum sem hann fyrirskipaði. Hér er sagan að miklu leyti sögð frá hennar sjónarhóli. Þótt margir litu á Charles Manson sem stórhættulegan glæpamann heillaði hann aðra sem litu á hann sem leiðtoga. Þannig upplifði Leslie Van Houten hann þegar hún hitti hann fyrst og það leið ekki á löngu uns hún var orðin ástkona hans. Um leið varð hún að eiturlyfjaneytanda því Manson gaf áhangendum sínum ofskynjunarefnið LSD sem segja má að hafi fljótlega yfirtekið líf Leslie og fyllt hana þeim ranghugmyndum sem breyttu henni í kaldrifjaðan morðingja ... Fórnarlamb eða morðingi? Myndin gerist að hluta til eftir að Leslie og aðrir í Manson-hópnum voru handtekin. Sosie Bacon, Hannah Murray og Marianne Rendón í hlutverkum sínum í myndinni. l Þetta er fimmta bíómynd leikstjór- ans Mary Harron en hinar fjórar eru I Shot Andy Warhol , The Notorious Bett- ie Page , The Moth Diaries og hin víð- fræga American Psycho frá árinu 2000. l Handrit myndarinnar, sem er eftir Guinevere Turner, er byggt á tveimur bókum um Manson-fjölskylduna, The Long Prison Journey of Leslie Van Houten: Life Beyond the Cult eftir Karl- ene Faith (sem er jafnframt ein af aðalpersónum myndarinnar) og The Family eftir Ed Sanders. l Sú sem leikur Sharon Tate, hin 23 ára Grace Van Dien, er dóttir Caspers Van Dien og Carrie Mitchum. Punktar .................................................................. 27. desember 1/2 - L.A. Times 1/2 - N.Y. Times 1/2 - H. Reporter 1/2 - FilmStage 1/2 - RogerEbert.com - Rolling Stone
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=