HKL (Anti-American Wins Nobel Prize) 2011
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 9. desember 2011
Myndin er um ævi og verk Halldórs Laxness, sem lifði alla tuttugustu öldina með öllum sínum stefnum og straumum, og hvernig íslensk stjórnvöld gerðu aðför að honum á laun og tókst að gera hann að bannvöru í enskumælandi löndum með aðstoð Bandaríkjamanna. Viðtöl eru við skáld og fræðimenn í bókmenntum í Þýsklandi, Danmörku og Bandaríkjunum.... Lesa meira
Myndin er um ævi og verk Halldórs Laxness, sem lifði alla tuttugustu öldina með öllum sínum stefnum og straumum, og hvernig íslensk stjórnvöld gerðu aðför að honum á laun og tókst að gera hann að bannvöru í enskumælandi löndum með aðstoð Bandaríkjamanna. Viðtöl eru við skáld og fræðimenn í bókmenntum í Þýsklandi, Danmörku og Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem rætt er við eru Chay Lemoine, prófessor sem barist hefur fyrir því að fá skjöl birt um Halldór frá CIA og FBI; Jane Smiley rithöfundur sem fannst undarlegt að bækur Halldórs fengjust aðeins í fornbókabúðum vestanhafs og Brad Leithouser skáld og prófessor sem kynntist Halldóri í kringum 1988 og skrifaði grein í New York Times, þar sem spurt var hvers vegna Laxness fengist ekki í Bandaríkjunum, nema fyrir offjár í fornbókabúðum.... minna
Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
9. desember 2011