McAvoy verður ungur Prófessor X

James er klár í slaginn.

Kvikmyndaleikarinn James McAvoy hefur nú bæst við leikarahópinn í myndinni „X-Men: First Class,“ en sú mynd á að gerast á undan fyrri X-Men myndunum.

Leikarinn breski, sem síðasta sást í bíó í myndinni The Last Station, leikur í myndinni hlutverk Charles Xavier, betur þekktur sem Prófessor X, sem Patrick Stewart hefur leikið í hinum myndunum.

Samkvæmt Fox, sem framleiðir myndina, mun myndin segja frá upphafi X – Men ævintýrisins. Áður en Charles Xavier og Erik Lensherr tóku sér nöfnin Professor X og Magneto, voru þeir tveir ungir menn að uppgötva ofurkrafta sína í fyrsta skipti. Áður en þeir urðu erkióvinir, voru þeir nánir vinir og samstarfsfélagar, og unnu ásamt öðrum stökkbreyttum hetjum, að því að stöðva mestu ógn sem jörðin hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir.

Í því verkefni öllu, varð uppi ágreningur á milli þeirra, sem þróaðist út í hið eilífa stríð á milli Magneto og fylgismanna hans, og X-manna Professors X, sem við þekkjum úr fyrri X-Men myndum.

Fox stúdíóið leggur nú nótt við dag við framleiðslu myndarinnar, og réð leikstjórann Matthew Vaughn snemma í maí. Áætlað er að byrja að taka myndina í London í sumar. Áætluð frumsýning er 3. júní, 2011.

Patrick Stewart sem prófessor X, beitir ofurkröftum sínum til að stöðva illmennin.