Getraun: Inception (DVD)

Jólin byrja heldur snemma hjá hörðum kvikmyndaáhugamönnum nú í ár og sérstaklega hjá Christopher Nolan-aðdáendum. Inception lendir einmitt í verslanir á morgun, þriðjudaginn 7. des, á DVD og Blu-Ray, og ég ætla að sjálfsögðu að spreða eintökum á nokkra heppna notendur í tilefni útgáfu hennar.

Inception er annars ein af þessum myndum sem þarf ekki á neinni kynningu að halda hér inná Kvikmyndir.is, enda af mörgum fastagestum okkar talin ein ef ekki besta mynd ársins. Þann 16. júlí héldum við glæsilega forsýningu og þar að auki er myndin með 9,32 í notendaeinkunn (tæp 40 atkvæði).

Hér er brot af því sem notendur okkar hafa sagt um myndina:

„Árið 2010 hefur ekki verið frábært bíóár, það hafa þó nokkrar góðar komið út og er Inception í þeim hópi. Þetta er mynd sem að engin thriller sérstaklega sálfræði-thriler áhugamanneskja má láta framhjá sér fara. Þetta er myndin sem á að sjá…“ – Sæunn Gísladóttir

„Fór á forsýninguna 16. júlí og bjóst ég við frábærri mynd, en hún var það alls ekki… málið er að það er ekki til nógu sterkt lýsingarorð í íslensku máli til að ná yfir þessa mynd! Að segja að hún sé meistaraverk er álíka mikið understatement og að segja að verk Michaelangelo í sixtínsku kapellunni sé bara krot! Það er einfaldlega allt sem virkar í þessari mynd; leikstjórn, leikarar, handrit, söguþráður, hið sjónræna og hið hljóðræna eru einflaldlega stórkostleg!“ – Sævar B. Ólafsson

„Ég get auðveldlega sagt að Inception sé besta mynd á árinu, besta Nolan-myndin og mögulega besta mynd áratugsins (00-10)“ – Heimir Bjarnason

„Allir verða að sjá INCEPTION ! Ég elska þig Christopher Nolan.“ – Sölvi Sigurður

Þeir sem hafa áhuga á því að vinna frítt eintak (hver gerir það svosem ekki?) eru beðnir um að testa hversu sterkir Nolan-aðdáendur þeir eru með því að taka þátt í einföldum spurningarleik. Sem fyrr sendast svör á tommi@kvikmyndir.is og verður svo dregið úr réttum svörum. Vinningshafar fá sendan póst tilbaka. Þið hafið til miðnættis á fimmtudaginn. Á föstudaginn fá heppnu aðilarnir diskana sína.

Hefst þá Nolan-leikurinn:

1. Hvað heitir aðalkarakterinn í Memento?

2. Kvikmyndin Insomnia er endurgerð á samnefndri mynd frá 1997. Hvers lensk er hún?

3. Leðurblökubíllinn í Nolan Batman-myndunum heitir einnig einhverju öðru nafni, hvað er það?

4. Hér sést Nicola Tesla ganga í átt að kameru. Hver lék hann í The Prestige?

5. Hver af eftirfarandi Nolan fastagestum leikur EKKI í Inception?

a) Cillian Murphy

b) Michael Caine

c) Gary Oldman

Gangi ykkur vel.

T.V.