Pete Postlethwaite látinn, 64 ára að aldri

Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn, 64 ára að aldri.
Banamein hans var krabbamein, en hann lést á spítala í Shropshire í mið Englandi, eftir langvarandi veikindi.

Postlewhite sást síðast á hvíta tjaldinu í einum af smellum síðasta árs, Inception, og lék einnig í stórmyndum eins og The Lost World: Jurassic Park og Amistad. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna árið 1994 fyrir leik sinn í myndinni In The Name of the Father sem fjallaði um menn sem sátu saklausir árum saman í fangelsi vegna sprengjutilræðis IRA á bar í Guildford.

Árið 2004 fékk Postlethwaite orðu frá Bretadrottningu fyrir leiklist