Drive Angry forsýning *UPPFÆRT*

Á fimmtudaginn næsta, þann 12. maí, ætlum við að halda svakalegustu testósterón-keyrðu forsýninguna okkar síðan The Expendables í fyrra. Myndin sem orðið hefur fyrir valinu núna er exploitation-sýran Drive Angry (skotin í 3D víst) með Nicolas Cage og William Fichtner. Þetta er hin fínasta afsökun til að hætta að læra undir próf í tvo tíma eða kíkja aðeins út í góðum gír rétt fyrir helgina og sjá brútalt og brenglað ofbeldi með Kvikmyndir.is liðinu (og fastagestum). Til gamans má geta þá er þetta fyrsta skiptið sem Kvikmyndir.is heldur forsýningu á mynd sem enginn aðstanandi síðunnar hefur séð. Myndin hefur ekki fengið bestu dóma að utan en hún hefur samt öðlast svokallað „following“ og eru ýmsir marktækir gagnrýnendur yfir sig ánægðir og segja að myndin ætti að virka dýrðyndislega í fullum sal þar sem allir vita hvað þeir eru að fara á…

Við erum búnir að tryggja okkur sal 3 í Egilshöllinni kl. 22:30 á fimmtudaginn og er að sjálfsögðu um að ræða hlélausa veislu. Engin álagning á miðaverðinu núna heldur. Það kostar sama inná þessa sýningu og allar aðrar. Og sá sem mætir svalastur á sýninguna fær gefins Drive Angry plakat sem er áritað af leikstjóranum, Nic Cage sjálfum og ofurbeibinu Amber Heard. Þið lásuð rétt, við ætlum að dæma hver mætir svalastur!

Myndin er sögð lofa heilmikið af brjóstum og yfirdrifnum töffaraskap, en söguþráðurinn hljómar einhvern veginn svona: Nicolas Cage leikur Milton, harðsvíraðan glæpamann sem brýst út úr helvíti til þess að koma í veg fyrir að hópur djöfladýrkenda sem myrtu dóttur hans muni fórna ungri dótturdóttur hans á altari djöfulsins. Hann hefur þrjá daga til að koma í veg fyrir að fórnin verði færð en á vegi hans verður fönguleg þjónustustúlka, Piper, sem stelur svarta ’71 Challenger tryllitæki fyrrverandi kærasta síns og slæst með í för.

Saman komast þau á slóð hins illa Jonah, foringja djöfladýrkendanna, og freista þess að koma í veg fyrir illar áætlanir hans. Takist Jonah að færa fórnina mun hann verða voldugasti maður jarðar og allt mannkynið mun þjást um alla eilífð. Fyrr en varir er Milton ekki aðeins með lögguna á hælunum heldur einnig útsendara djöfulsins, „Bókarann“ (William Fichtner), sem lætur einskis ófreistað við að draga hann aftur til helvítis. Með hverri mínútunni sem líður fjarlægist Milton vonina um að sleppa við vítisvist og allur heimurinn færist nær eilífu svartnætti.

*UPPFÆRT*
Smelltu hér til að kaupa miða af Sambio.is. Annars geturðu líka nálgast miða í næstu miðasölu Sambíóanna.

Hér getið þið lesið nokkra dóma um þetta kvikindi:

8/10
„Suffice to say, DRIVE ANGRY 3D rocked my world, although I’ll admit that having a few drinks beforehand might have helped things along a bit. This is a beer (or better yet, Nic Cage approved Jack Daniels) swiggin’ movie if ever there was one. Considering the rather weak slate of films we’ve been bombarded with at the multiplexes lately, DRIVE ANGRY is a real treat, just as long as you go in with the right attitude. This is not something to take seriously, and while that may keep it from transcending its pulpy-roots somewhat, it sure as hell guarantees a good time at the movies. In an era of escalating ticket prices, that’s something you can’t just dismiss, and kudos to Lussier for a job well done.“
– JoBlo.com

3/4
„The appeal of Drive Angry is much the same as that of Piranha: a willingness to revel in absurdity to the degree where the exhilaration is infectious. This is a comic book come to life. A combined homage to/parody of ’70s exploitation films, Drive Angry shifts into gear and never slows down. Unapologetic about its intentions, the movie uses the framework of a revenge story as a means to dabble in the supernatural and play with themes of Good versus Evil. Thinking about Drive Angry is the wrong way to approach the production. It’s one of those movies that has to be experienced for what it is. “
– James Berardinelli, Reelviews.net

3.5/5
„En route to the pic’s hellfire climax, countless scenes of high-speed road rage keep „Drive Angry“ plenty watchable.“
– Variety

„Makes a loud, incoherent but oddly compelling case for the enhancing effects of stereoscopic projection on certain treasured objects of the cinematic gaze, like classic Detroit muscle cars, women’s breasts and Nicolas Cage.“
– New York Times

Sjáumst í bíó!

PS. Allar fyrirspurnir sendast á tommi@kvikmyndir.is