Bless Pittsburgh! – The Dark Knight Rises flytur sig um set

Hópurinn sem vinnur að kvikmyndun næstu Batman myndar: The Dark Knight Rises, hefur sagt bless við borgina Pittsburgh í Bandaríkjunum, en tökur á myndinni hafa farið þar fram í sumar. Tökum lauk þar nú um helgina. Enn er þónokkuð eftir af kvikmyndatökum, en næst verður haldið til Los Angeles og síðan til New York.

Christopher Nolan leikstjóri og framleiðendur myndarinnar birtu sérstaka auglýsingu í dagblöðum í Pittsburgh um helgina til að þakka fyrir sig. Sjá auglýsinguna hér að neðan:

Hér að neðan er svo vídeó sem tekið var af því þegar verið var að taka upp atriði með Kattarkonunni, sem Anne Hathaway leikur.

Í The Dark Knight Rises leika þau Christian Bale, Michael Caine, Gary Oldman, Morgan Freeman, Tom Hardy, Anne Hathaway, Joseph Gordon-Levitt, Marion Cotillard, Juno Temple, Josh Pence, Daniel Sunjata, Nestor Carbonell, Matthew Modine, Tom Conti, Joey King, Brett Cullen, Chris Ellis, Josh Stewart og Christopher Judge. Myndin verður frumsýnd 20. júlí á næsta ári.