Titanic tekin í gegn á 10 mínútum

Vorið 2008 hófst lítill netþáttur inni á Kvikmyndir.is sem bar hið einfalda heiti Bíótal. Í þeim þætti var reglulega fjallað um nýjar og gamlar (oftast samt þessar nýjustu) myndir og hefur markmið þáttarins frá upphafi alltaf verið það að taka hlutina ekkert alltof alvarlega. Þátturinn hætti síðan göngu sína um mitt sumarið.

Sumarið 2010 hófst hann síðan aftur og voru vídeóin lengri, metnaðarfyllri og með öllum líkindum súrari. Áhorfið jókst en vegna gríðarlegrar tímapressu sem fór í gerð þáttanna var þeim slúttað í annað sinn. Núna, næstum því tveimur árum síðar, hafa Bíótalsmenn ákveðið að henda ruglinu í gang aftur, en markmiðið að þessu sinni er að gera færri vídeó en í staðinn vandaðri.

Þar sem Titanic fer bráðum að nálgast endurútgáfu í bíó (í ekta James Cameron-þrívídd) var ákveðið að taka hana til umfjöllunnar og kryfja hana með stæl og slettum. Undirritaður tekur það samt fram að eftir þriggja mínútna markið verður umfjöllunin mjög þung á spoilerum, eða a.m.k. eins þung á spoilerum og umfjöllun um sannsögulega epík getur orðið.

Smellið hingað til að skoða vídeóið.
Notendum er síðan velkomið að senda inn tillögur að umfjöllunum á tommi@kvikmyndir.is. Það væri heldur ekki leiðinlegt að fá hreinskilin komment í spjallþráðinn hér fyrir neðan. Það var nú áhugi ykkar sem henti þessu aftur af stað, eins og sést á þessari Facebook-síðu.

Hér er listi yfir ýmis vídeó sem við gerðum sumarið 2010:

Inception
Iron Man 2
Knight & Day

Nightmare on Elm Street
Predators
Scott Pilgrim vs. The World
Sex and the Shitty 2
The A-Team

The Expendables

The Karate Kid
The Losers
The Prince of Persia

Toy Story 3
Youth in Revolt