Frumsýning: End of Watch

Á föstudaginn frumsýna SAMbíóin nýjustu mynd Jake Gyllenhaal og Michael Peña, spennumyndina  End of Watch. Myndin fór á dögunum óvænt á topp bandaríska aðsóknarlistans. Myndin er frá sömu aðilum og gerðu til dæmis Training Day.

Í fréttatilkynningu frá SAMbíóunum segir að myndin hafi hlotið einróma lof gagnrýnenda sem hafi t.a.m. sagt að hana vera eina bestu lögreglumynd sem gerð hafi verið.

Myndin fjallar um tvo félaga í lögregluliði Los Angeles-borgar sem lenda í kröppum dansi þegar rútínuverkefni leiðir þá á slóð hættulegra manna sem hika ekki við að bjóða lögreglunni byrginn.

„Lögreglufélagarnir Brian og Mike eru ekki bara vinnufélagar heldur góðir vinir að auki.

Við venjubundið eftirlit í borginni verða þeir Brian og Mike varir við eitthvað grunsamlegt og ákveða í framhaldinu að stöðva bíl og leita í honum. Sú leit leiðir svo aftur til þess að þeir finna bæði skotvopn og peninga sem tilheyra einni af glæpaklíkum borgarinnar.

Vopnin og peningana gera þeir upptæka eins og reglur gera ráð fyrir en um leið styggja þeir glæpamenn sem eru ekki á því að láta lögregluna koma í veg fyrir áætlanir sínar og hyggja á hefndir …“

Smellið hér til að skoða sýnishorn úr myndinni.

Fleiri upplýsingar til gamans:

  • Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, David Ayer, hefur sem leikstjóri sent frá sér myndirnar Harsh Times og Street Kings og er ekki síður þekktur fyrir að hafa skrifað handrit myndanna Training Day,The Fast and the Furious og S.W.A.T.
  • Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert gefur End of Watch
    fullt hús stjarna í dómi sínum og segir orðrétt í innganginum:
    „End of Watch is one of the best police movies in recent
    years, a virtuoso fusion of performances and often startling
    action.“