Fey og Carell of vinsæl fyrir samstarf

Steve Carell og Tina Fey eru einhverjir vinsælustu gamanleikararnir í Hollywood nú um stundir, sem þýðir að þau eiga mjög annríkt bæði tvö. Nýbúið er að frumsýna nýjustu mynd Steve Carell, The Incredible Burt Wonderstone og væntanlegar eru myndirnar Foxcatcher, Anchorman: The Legend Continues, Despicable Me 2 og hin sjálfstæða The Way, Way Back síðar á árinu.

Nýjasta mynd Fey er myndin Admission þar sem hún leikur á móti Paul Rudd, og nú er hún að leika í Prúðuleikurunum 2, The Muppets…Again! in Europe.  Þar á eftir mun hún  leika í This Is Where I Leave You.

Þetta annríki leikaranna þýðir að þau hafa neyðst til að fresta því að leika saman í mynd sem yrðu fyrstu endurfundir þeirra síðan þau léku saman í Date Night.

Myndin sem um ræðir heitir Mail-Order Groom, og nýjustu fregnir herma að gerð þeirrar myndar hafi verið sett á ís. Deadline vefsíðan segir frá því að báðir leikararnir séu of uppteknir sem stendur til að koma myndinni fyrir í dagatalinu, og því hafi verið ákveðið að fresta gerð myndarinnar fram á næsta ár.

Í millitíðinni mun Fey vinna með leikstjóranum Shawn Levy, sem leikstýrði einmitt Date Night, við myndina This Is Where I Leave You, og Carell mun einbeita sér að kvikmyndagerð á barnabók Judith Viorst, Alexander And The Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day, þar sem hann leikur titilhlutverkið,  úrillan föður.