Yfirnáttúruleg útbrot og ofurkraftar – Fyrsta stikla úr PA: The Marked Ones

Fyrsta stiklan er komin úr hliðarmynd Paranormal Activity hrollvekjusyrpunnar, Paranormal Activity: The Marked Ones, en um er að ræða fyrstu hliðarmynd ( Spin-off ) úr þessari vinsælu seríu, þar sem hið yfirnáttúrulega leikur stórt hlutverk.

Í myndinni þá er sami „draugurinn“ að hrella fólk og í fyrri myndum Paranormal seríunnar, en í þetta sinn er leikaraliðið einkum spænskættað.

paranormla.

Oren Peli höfundur Paranormal seríunnar lýsir þessu hliðarskrefi sem „frænda“ aðalseríunnar, en ekki beinu framhaldi.

Myndin fjallar um hinn seinheppna Jesse, sem tekur þá misgáfulegu ákvörðun að fara að róta í gegnum hrörlega íbúð nágranna síns, sem er nýlega látinn. Það þarf vart að taka það fram að það sem hann finnur við þetta rót sitt er talsvert óheillavænlegra en aflóga húsgögn, eða hrúgur af gömlum dagblöðum. Og það er heldur ekki auðvelt að sleppa.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Eins og sést í stiklunni þá fer aðalhetjan að fá einhver útbrot eða merki á húðina, og virðist einnig fá ofurkrafta. Allt er þetta tekið eins og einhverskonar heimavídeó, líkt og í fyrri Paranormal myndum, og lítur alls ekki illa út …

Leikstjóri er Christopher Landon, sem hefur skrifað handrit þriggja Paranormal Activity mynda.

Myndin varður frumsýnd í Bandaríkjunum 3. janúar nk.