Afinn slær í gegn í USA

Bad Grandpa er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina, en hún var frumsýnd þar í landi, eins og hér á landi, nú um helgina. Áætlaðar tekjur myndarinnar í Bandaríkjunum yfir alla helgina eru 33 milljónir Bandaríkjadala.

bad grandpa

Í myndinni fer Johnny Knoxville, Jackass maður númer eitt, í ferðalag í gervi hins 86 ára gamla Irving Zisman, ásamt barnabarni sínu, og viðbrögð fólks eru tekin upp á falda myndavél.

Gravity heldur áfram að fá góða aðsókn, en fellur niður í annað sæti aðsóknarlistans eftir að hafa verið í þrjár vikur í röð á toppnum og þénað meira en 200 milljónir dala í Bandaríkjunum.

Í þriðja sæti er Tom Hanks spennumyndin Captain Phillips, eftir leikstjóra Bourne myndanna, Paul Greengrass, og Ridley Scott myndin The Counselor kemur þar á eftir. Áætlaðar tekjur myndarinnar yfir helgina eru 7,5 milljónir dala sem er undir væntingum, en myndin er með stórstjörnur í helstu hlutverkum; Brad Pitt, Javier Bardem, Michael Fassbender, Cameron Diaz og Penelope Cruz.  Auk þess er handritið eftir No Country For Old Men og The Road rithöfundinn Cormac McCarthy, en þetta er fyrsta kvikmyndahandrit hans.

Hér fyrir neðan er listi vinsælustu mynda nú um helgina í Bandaríkjunum. Smelltu á heiti myndar til að fá meiri upplýsingar:

1. Jackass: Bad Grandpa (MTV/Paramount) Helgin: 33 m. $.

2. Gravity (Warner Bros) Helgin: 20 m. $. Alls 199,5 m.$

3. Captain Phillips (Sony) Helgin: 11,7 m.$. Alls 70 m.$

4. The Counselor (Fox) Helgin: 7,5 m.$.

5. Cloudy With A Chance Of Meatballs 2 Helgin: 6 m.$. Alls 100,5 m.$

6. Carrie (Screen Gems/Sony) Helgin: 5,9 m.$. Alls 26 m.$.

7. Escape Plan (Lionsgate) Helgin: 4,4 m.$. Alls 17,5 m.$.

8. 12 Years A Slave (Fox Searchlight) Helgin 2,3 m.$. Alls 3,5 m.$.

9. Enough Said Helgin: 1,5 m.$. Alls 13 m.$.

10. Prisoners(Alcon/Warner Bros) Helgin: 1 m.$. Alls 59 m.$.