Californication ei meir

david duchovnBandaríski sjónvarpsþátturinn Californication mun hætta í sjónvarpi eftir að sjöunda serían rennur rennur sitt skeið, en sýningar á henni hefjast í apríl í Bandaríkjunum. Þættirnir hafa verið sýndir hér á landi og notið vinsælda.

Aðalhlutverk í þáttunum leikur X-Files stjarnan David Duchovny. Þættirnir voru frumsýndir árið 2007 og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar, svo sem Golden Globe og Emmy verðlaun. Áhorf á seríuna hefur vaxið stöðugt í Bandaríkjunum, en að meðaltali horfðu 2,9 milljónir manna á hvern þátt í sjöttu seríunni.

Þættirnir fjalla um rithöfund sem reynir að sinna öllu í senn, rithöfundarferli sínum, sambandinu við dóttur sína, fyrrum kærustu og að seðja viðvarandi hungur sitt í fallegar konur.