Astrópíu höfundur til Sagafilm

jóhann ævarJóhann Ævar Grímsson handritshöfundur er genginn til liðs við Sagafilm. Í tilkynningu frá Sagafilm segir að Jóhann muni leiða þróun leikins sjónvarpsefnis og kvikmynda innan Sagafilm. „Eftirspurn eftir leiknu sjónvarpsefni hefur margfaldast í heiminum á undanförnum misserum og ætlar Sagafilm sér að sækja í auknum mæli á nýja markaði fyrir leikið efni. Ráðning Jóhanns Ævars er til þess gerð að styrkja Sagafilm í þeirri sókn sem fyrirtækið hefur lagt úti með opnun skrifstofu í Stokkhólmi.“

Jóhann Ævar hefur tekið þátt í að skrifa nokkrar af vinsælustu sjónvarpsþáttaröðum síðari ára, þar má helst nefna Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina, Pressu 2 og 3, Heimsenda og Stelpurnar auk kvikmyndanna Astrópíu og Bjarnfreðarson.

Stikk: