Comic-Con ráðstefnan haldin í 45. sinn

Comic-Con ráðstefnan hefur verið haldin á hverju ári í San Diego síðan árið 1970. Í fyrstu var ráðstefnan sótt af 500 manns í þeim tilgangi til að skoða myndasögur og hitta höfunda þeirra. Nú í dag sækja hátt upp í 150.000 manns ráðstefnuna og á boðstólum eru ekki aðeins atburðir tengdir teiknimyndasögum, heldur einnig atburðir tengdir kvikmyndum og tölvuleikjum.

benaffleck-henrycavill

Ráðstefnunni lýkur í dag og samkvæmt aðstandendum þá hefur hún gengið fram úr björtustu vonum, en þetta er í 44. sinn sem ráðstefnan hefur verið haldin. Kvikmyndir á borð við Batman v Superman: Dawn of Justice, Interstellar og The Hobbit: The Battle of the Five Armies voru kynntar af leikstjórum og leikurum myndanna. Hér að neðan má sjá myndbönd af kynningum fyrir stærstu myndirnar á ráðstefnunni.

Batman v Superman: Dawn of Justice – Leikstjóri myndarinnar, Zack Snyder, kynnti á svið aðalleikara myndarinnar Ben Affleck, Gal Gadot og Henry Cavill sem stoppuðu stutt, en sýndu þó lítið brot úr myndinni sem mun að öllum líkindum skjóta uppi kollinum á veraldarvefnum á næstu dögum.

Interstellar – Myndin fjallar um geimfara sem ferðast í gegnum ormagöng til að kanna nýjar víddir. Nolan sagði að mynd Stanley Kubrick, 2001: A Space Odyssey, hafi haft mikil áhrif á sig við gerð Interstellar. „Ég sá hana í bíó með pabba mínum. Núna höfum við tækifæri til að segja álíka metnaðarfulla sögu. Það langar mig að gera með þessari mynd.“

The Hobbit: The Battle of the Five Armies – Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert mætti í kunnuglegum búningi og spurði leikstjórann Peter Jackson og helstu leikarana úr myndinni spjörunum úr. Jackson sagði að myndin væri ekki tilbúin því hún væri alltaf að þróast. Óskarsverðlaunaleikkonan Cate Blanchett sagðist hafa notið þess að leika með Sir Ian McKellen í myndinni því hún hafi ekki fengið tækifæri til þess við gerð Lord of the Rings.

Avengers: Age of Ultron – Robert Downey Jr. var samkvæmur sjálfum sér og henti rauðum rósum út í sal þegar hann mætti til þess að kynna myndina. Samuel L. Jackson sagði að honum þætti vænt um Comic-Con og að hann ætlaði pottþétt að mæta á næsta ári.

Sin City: A Dame To Kill For – Robert Rodriguez og Frank Miller hrósuðu leikurunum fyrir vel unnin störf og sögðu að áðdáendur mættu búast við mun betri frammistöðum í þessari mynd heldur en í þeirri fyrri. Rodriguez talaði einnig um hvað tæknin hefur breyst frá því að hann gerði fyrstu myndina og að hann hafi samið tónlistina fyrir myndina á símann sinn.

Stikk: