Kvikmyndaplaköt sem enduðu ofan í skúffu

Kvikmyndaplaköt eru gríðarlega mikilvæg fyrir markaðssetningu og þarf plakatið bæði að vera hnitmiðað og fanga stemningu myndarinnar sem er verið að auglýsa.

Fyrstu drög að plakötum falla oftast ekki í kramið. Í fyrstu átti t.a.m plakatið fyrir Júragarðinn að vera af hliðinu að garðinum með aðalpersónunum báðum megin við hliðið. Hönnuðurinn John Alvin hannaði svo á endanum eitt þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar sem sagði ekki of mikið en fangaði samt sem áður stemningu myndarinnar.

Oftar en ekki láta framleiðendur hanna nokkur plaköt og á endanum velja þeir eitt sem sker sig úr og verður á endanum plakat myndarinnar. Þau plaköt sem ekki verða fyrir valinu enda ofan í skúffu og í sumum tilfellum eru þau sett inn á veraldarvefinn síðar meir.

Hér að neðan má sjá plaköt sem ekki voru notuð og eru þau vinstra megin. Hægra megin eru endanlegu plaköt myndanna.

Heimild Shortlist.com.

STAR WARS

BATMAN

THE IRON LADY

PULP FICTION

MOON

MYSTIC RIVER

JURASSIC PARK

A CLOCKWORK ORANGE

INCEPTION