Franskur veitingastaður fær verðuga samkeppni

The_Hundred_Foot_Journey_(film)_posterSamfilm frumsýnir The Hundred-Foot Journey föstudaginn 12. september. Framleiðendurnir Steven Spielberg og Oprah Winfrey bjóða uppá sannkallaða veislu í The Hundred-Foot Journey.

Svíin Lasse Hallström leikstýrir myndinni en hann leikstýrði meðal annars myndunum Chocolat, What’s Eating Gilbert Grape og The Cider House Rules. Með aðalhlutverk fer óskarsverðlaunaleikkonan Helen Mirren.

Myndin segir frá indverskri fjölskyldu sem flúði frá Indlandi eftir að veitingastaður þeirra var eyðilagður í óeirðum stjórnarandstæðinga með þeim afleiðingum að fjölskyldumóðirin, sem jafnframt var kokkurinn á veitingastaðnum, lét lífið. Síðan þá hefur fjölskyldufaðirinn leitað að stað í Evrópu þar sem hann og fjölskylda hans gæti hafið nýtt líf og opnað veitingastað.

Tilviljun ræður því að fyrir valinu verður hús í litlu sveitaþorpi í Frakklandi sem þó skartar veitingastað sem hlotið hefur Michelin-stjörnu fyrir eldamennskuna. Eigandi þess staðar, Madame Mallory, er hins vegar lítt hrifin af tilvonandi samkeppni Indverjanna og í gang fer atburðarás og barátta sem á þó eftir að fara allt öðruvísi en nokkur hefði getað séð fyrir.

Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi sýna myndina.