Pitt á flugi í skriðdreka

Nýjasta mynd Brad Pitt, skriðdrekamyndin Fury, nýtur mestrar hylli bíógesta í Bandaríkjunum þessa helgina, með áætlaðar tekjur fyrir helgina alla upp á rúmar 20 milljónir Bandaríkjadala. Leikstjóri er David Ayer ( End of Watch, Sabotage ).

pitt fury

Samkvæmt frétt Deadline.com vefjarins þá forsýndi framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Sony, myndina grimmt fyrir hermenn auk þess sem VIP sýning var haldin fyrir fyrrverandi og núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, sem er einnig gamall hershöfðingi, og Joe Biden, auk þess sem hermönnum sem tóku þátt í Seinni heimsstyrjöldinni var boðið á þá sýningu.

Gone Girl er önnur vinsælasta mynd helgarinnar og mun líklega sigla yfir 100 milljón dala markið í dag, laugardag. Ný mynd, teiknimyndin The Book of Life, er þriðja vinsælasta myndin.

Af öðrum nýjum myndum má nefna Birdman, nýja athyglisverða mynd Michael Keaton, en sýningar á henni fara mjög vel af stað. Myndin er sýnd í takmörkuðum fjölda sýningarsala og er 16. vinsælust. Sömuleiðis er ný Bill Murray mynd komin út, St. Vincent, og henni gengur sömuleiðis vel í 19. sæti aðsóknarlistans.

Hér er topp tíu listinn eins og hann lítur út í dag, laugardag. Smelltu á heiti myndar til að kynna þér hana betur, lesa söguþráð og horfa á stiklu:

1). Fury ( Ný )

2). Gone Girl

3). The Book of Life ( Ný )

4). Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day

5). The Best of Me (Ný )

6). Dracula Untold

7). The Judge

8). Annabelle

9). The Equalizer

10). The Maze Runner