Grét ekki í fimm ár

Þessi Gullkorn birtust fyrst í júlí hefti Mynda mánaðarins:

Það fer fátt meira í mig en fólk sem fer að vorkenna mér þegar það kemst að því að ég er ekki gift. Ég meina, þetta er 21. öldin, er það ekki?

– Kristen Wiig.

masterminds_2-620x413

 

Ég á mér engin óskahlutverk eða óskapersónur til að leika. Ef ég finn tengingu karakterinn þá er ég tilbúin að leggja á mig hvað sem er til að gera hlutverkinu góð skil.

Mae Whitman.

Kærustunni minni finnst ég nákvæmlega ekkert fyndinn.

Robbie Amell, sem er trúlofaður leikkonunni Italiu Ricci.

Það er til fullt af fólki sem getur sungið og leikið. Munurinn á því hvort það getur nýtt sér það er hvort það syngur og leikur frá höfðinu eða hjartanu. Á þessu tvennu er mikill munur.

Jill Scott.

Vandamálið með þá mynd var að áhorfendur vissu ekki með hverjum þeir áttu að halda.

Michael Douglas, að tala um myndina Black Rain eftir Ridley Scott sem varð ekki eins vinsæl og búist var við.

Ég hafði lítið sem ekkert fengið að gera í næstum því tvö ár og var alveg að gefast upp á þessu þegar ég fékk allt í einu símtal um að Steven Spielberg vildi fá mig í aðalhlutverkið í War Horse. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig mér leið.

Jeremy Irvine.

Þegar fyrsta spurning í viðtali er hverju maður þakkar langlífi sitt þá hlýtur maður að vera orðin gömul.

Shirley MacLaine.

Ég er hættur að svara spurningum um leiklist.

Christopher Plummer.

Ég elska að fljúga. Maður er með slökkt á símanum og getur ekki lesið tölvupóst eða farið á netið og svo finnst mér flugvélamatur góður. Að fljúga er eins og að fara í frí. Mikil hvíld.

Margot Robbie sem flýgur oft á milli Bandaríkjanna og Ástralíu.

Fólk hlær kannski að því, en ég veit að ef ég vildi það og færi í að vinna í málinu þá gæti ég orðið forseti Bandaríkjanna innan fimmtán ára.

Will Smith, sem er demókrati.

Þegar ég var að alast upp voru engir tölvuleikir í kringum mig. Frændi minn átti þó tölvu og þegar ég heimsótti hann spilaði ég stundum Mario og Tetris. Þetta eru einu tveir  tölvuleikirnir sem ég hef spilað.

Olga Kurylenko.

Það er stundum þreytandi að vera breskur leikari. Flestir sem ráða mig í starf eru fyrst og fremst að sækjast eftir einhverjum sem talar með breskum hreim.

Matthew Goode.

Nei, ég fæ aldrei leiða á að tala um pabba. Hann var frábær maður sem kenndi mér margt. Af hverju ætti mér að leiðast að tala um hann?

danny_huston_37776Danny Huston, spurður hvort hann fái ekki stundum leið á að svara spurningum um föður sinn, John Huston.

Ég held að fullt af fólki hafi mikla hæfileika á sviði sem það nýtir sér aldrei eða fær ekki tækifæri til að nota.

Ethan Hawke.

Vandamálið við kvikmyndir er að þær snúast fyrst um peninga og svo um viðfangsefnið. Ef það væru peningar í því að gera myndir um áríðandi þjóðfélagsmál þá yrðu slíkar myndir gerðar.

Andrew Niccol.

Sá eini sem á rétt á vita faðernið er sonur minn. Ég mun ekki halda því leyndu fyrir honum þegar sá dagur kemur að hann spyr.

January Jones, um föður sonar síns.

Ég var oft að verja það að vera dóttir þeirra Lisu Bonet og Lenny Kravitz, en hafi komist fram af eigin verðleikum en ekki vegna þess hverjir foreldrar mínir eru. Það reyndist þreytandi til lengdar og ég nenni því ekki lengur.

Zoë Kravitz.

Mér líður ekki vel ef ég er langt að heiman. Ég vil alltaf getað gengið heim.

Mia Wasikowska.

Ég er verkamannaleikari. Ég mæti á réttum tíma, vinn mína vinnu og fer. Ég nenni alls ekki að ræða um verkið við neinn nema leikstjórann. Ég vil miklu frekar fara á krána.

Rhys Ifans.

Ég var svo reiður að ég gat ekki grátið í fimm ár.

Chevy Chase um viðbrögð sín við dauða Johns Belushi árið 1982.