Skósveinar geysivinsælir hér og í USA

Skósveinarnir, eða Minions, litlu gulu gleraugnaglámarnir úr Despicable Me teiknimyndunum, eða Aulinn ég, voru lang vinsælasta mynd helgarinnar á Íslandi, sem og í Bandaríkjunum. Á Íslandi námu tekjur myndarinnar 10,6 milljónum króna en í Bandaríkjunum námu þær litlum 115,7 milljónum Bandaríkjadala.

Árangur Minions í Bandaríkjunum er frábær, en myndin er sú önnur tekjuhæsta á frumsýningarhelgi í sögunni í Bandaríkjunum, á eftir Shrek the Third. 

minions

Magic Mike XXL er önnur aðsóknarmesta myndin á Íslandi, en hún er einnig ný á lista. Í þriðja sæti er svo toppmynd síðustu helgar, Terminator Genisys. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan og bandaríska listann þar fyrir neðan.

Hér má svo skoða vinsældarlista á kvikmyndir.is.

boxoffosos

usa