Gengur í sértrúarsöfnuð

Ný stikla er komin út fyrir nýjustu mynd bresku leikkonunnar Emma Watson, The Colony, eða Nýlendan, í lauslegri þýðingu.

Um er að ræða spennutrylli byggðan á raunverulegum atburðum, og gerist á tímum byltingar Pinochet einræðisherra Chile á áttunda áratug síðustu aldar.

emma wats

Í myndinni fer Lena, sem Watson leikur, í hættulegan leiðangur, þegar kærasta hennar, Daniel, sem Daniel Brühl leikur, er rænt af leynilögreglu Chile eftir byltinguna árið 1973.

Daniel endar í and-kommúnista sértrúarreglu sem stjórnað er með harðri hendi af predikaranum Paul Schäfer sem John Wick leikarinn Michael Nyqvist leikur. Watson ákveður að ganga í söfnuðinn, Colonia Dignidad, til að finna unnustann, en enginn hefur nokkru sinni sloppið úr þessari alræmdu nýlendu.

Myndin er væntanleg í bíó í Bretlandi 1. júlí nk.

Stiklan gefur fín fyrirheit, spenna, brjálæði, ást og uppreisn: